Það er nú ekki mikið búið að gerast hjá mér sl. daga, nema að ég og Alla erum búnar að vera duglegar að hittast og ég skulda henni kvöldmat :Þ
Það er búið að vera mjög gott veður í vikunni og ég er búin að liggja smá í sólbaði, já maður verður nú að vera orðinn brúnn þegar maður kemur heim :D og svo er auðvitað planið að halda brúnkunni.
Ætlaði að skrifa eitthvað hérna í vikunni en ég man ekkert hvað það var :Þ
Ég er búin að kaupa mér miða heim 4. júní en ég er að fara á ráðstefnu heyrnarfræðinga frá norðurlöndunum á Nordica. Ég er ekki búin að kaupa mér miða aftur til baka en það verður líklega rétt í kringum menningarnótt... eins og ávallt.
Ég er hinsvegar búin að kaupa mér lestarmiða til Marie, ætla að kíkja til hennar yfir eina helgi í maí.
Svo líklega í maí er ég að fara í magaspeglun, en þegar ég talaði við heimilislæknirinn í vikunni sagði hún að það væri næsta skref í þessum magamálum mínum. Já það er víst ekki hægt að segja við lækni "ég er með bakflæði". Heldur vilja þeir frekar sitja mann á pillur og sjá hvernig það virkar. Ég er sem sagt komin á biðlista og bíð núna bara eftir að fá tíma. Spurning hvort þeir komast að einhverju og geta þá gert eitthvað fyrir mann :Þ
Jæja ég er farin út í sólbað :D