30 apríl 2008

Valborgarmessa

Í dag er einhver dagur sem svíarnir kalla valborgarmessukvöld, veit ekki alveg upprunann á því. En alla vegana þá djamma svíar mikið á þessum degi, og það er alltaf skrúðganga frá Chalmers... hef nú talað um þetta áður.
Við ætlum að hittast nokkur hjá Öllu en hún segist vera með opið hús, enda rétt hjá skrúðgöngunni.

Stelpurnar komu til mín í partý á laugardaginn, við skemmtum okkur bara vel, þrátt fyrir að vera bara 6 af 10. Kakan sem ég bakaði var bara mjög góð. Ef manni finnst after eight gott þá finnst manni þessi kaka góð :D Þær komu rétt eftir kl 21 og við fórum svo út kl 2. þeas þegar 2 ísl. strákar bönkuðu hjá okkur, en þeir vissu af okkur hér. Kíktum aðeins út með þeim og á staðnum sem við fórum á fann ég þennan sjálfsala:

(á mynd: 18 VISA LEG = 18 sýna skilríki) Ég hef bara aldrei skilið hvernig sjálfsalinn geti verið viss um að þú sért orðin 18 ára. Maður getur svo sem veifað skilríkinu framan í sjálfsalann ef manni líður betur. Æ þetta er bara eitt af því vitlausasta sem ég hef séð.

Ég er búin að vera rosaleg dugleg að hreyfa mig í vikunni, ætla ða reyna að vera duglega. Fór í sund á mánudaginn og synti í ca 25-30 mín, í gær og í dag fór ég svo út að labba í 25-30 mín.

en fyrst ég var að tala um síðast að ég væri utan við mig. Þá verð ég að bæta einu við. Ég ætlaði að fara inná mailið mitt fyrir Stokkhólmskúrsinn, mailið er: kurs08ipa@student.ki.se... fyrst gleymdi ég að skrifa ipa, í annari tilraun skrifaði ég gu í stað ki (@student.gu.se er skóla mailið í Gautaborg), í þriðju tilraun skrifaði ég .is í stað .se, í fjórðu tilraun skrifaði ég .com.... en rétta mailið kom svo í 5du tilraun.