Það var bara stemning hjá Öllu þarna um daginn. Við vorum ca 20 manns, horfðum fyrst á skrúðgönguna og fórum svo og skemmtum okkur í íbúðinni hjá Öllu fram á rauða nótt.
Það er búið að vera mjög gott veður hérna undanfarði eins og ég hef kannski nefnt áður. Myndin er tekin seinnipartinn í dag, út um gluggan hjá mér. Er um að plana að fara á ströndina á morgun og liggja í sólbaði... kvarta ekki yfir þessari hugmynd. Og svo ætla ég að vera með smá partý um kvöldið.
Ég er búin að vera að fara yfir verkefni hjá einni sem er með mér í kúrsinum sem ég er að taka í fjarnámi frá Stokkhólmi, en það er sem sagt liður í verkefninu að gagnrýna annara verkefni. Vá ég hef aldrei séð jafn slæmt verkefni. Viðfangsefnið er alveg áhugavert þótt ekki sé mikið til af upplýsingum, sem er engin afsökun þar sem að við völdum okkur viðfangsefni sjálf. En ritgerðin er nánast öll eða minnst 90% copy/paste af heimildunum. Fyrir utan að það er lítið samhengi í málsgreinunum þar sem setningarnar eru teknar héðan og þaðan. Þetta er einn stærsti heimildastuldur sem ég hef orðið vitni af... vááááá...
Síðan er eitt mjög sniðugt.*hóst* En pabbi er með gervihnatta sjónvarp héðan í gegnum mig, eða það er að segja ég er áskrifandi af gervihnatta sjónvarpi hér. Svipað og ADSL sjónvarp Símans og Digital Ísland. En þar sem að ég er búin að vera kúnni svo lengi þá var hring í mig um daginn til að bjóða mér auka móttakara fyrir smá upphæð á mánuði. Ég sagðist ætla að ræða þetta við fleiri á heimilinu fyrst, þannig að þeir ætluðu að hringja seinna.
Síðan í gær, þegar ég var í skólanum, hringdu þeir fyrst kl 9:30 og ég skellti á og setti á silent, þar sem ég var í hópavinnu. Stuttu seinna hringdu þeir aftur og síminn fór auðvitað að titra og ég lét hringja út. Þeir skildu greinilega ekki hintið þannig að þeir hringdu 4-5 sinnum fyrir kl 11 og svo 2 milli 11 og 14. Síðan heyrði ég ekki í símanum þegar þeir hringdu kl 16:35 en þá var ég að koma heim. En þeir hringdu ekki aftur. Og hafa ekkert hringt í dag heldur. Ég meina það þetta trekt lið.