Magga og Anna Sigga, vinkona hennar, komu í heimsókn á þriðjudaginn. Ég rölti aðeins með þeim um bæinn á miðvikudaginn þar sem að ég nennti ekki að læra, pressan ekki nógu mikil. Við kíktum svo í Liseberg um kvöldið, með fleirum, sem var mjög fínt, þrátt fyrir að ég hafi ekki farið í nein tæki nema litla parísarhjólið. Svo á fimmtudaginn fórum við í draugagöngu hér við Kronhusbodarna þar sem ég bý, en það voru "draugar" sem sögðu okkur aðeins söguna um Gautaborg fyrr á öldum. Eftir það fórum við 3 út að borða með Ragnari, Peter og Emeliu(kærustu Peters). Peter og Emelia fóru heim frekar snemma en við héldum áfram. En þar sem að ég var ekki með magatöflurnar mínar með mér og átti eftir að pakka fyrir helgina þá ákvað ég að fara ekkert á fyllerí en Magga, Anna og Ragnar héldu sko ekkert aftur að sér. Ég fór svo heim eitthvað í kringum 3 og þau komu svo öll til mín kl hálf 5 til að sofa, vel hress :)
Svo á föstudaginn tók ég lest til Karlskrona til að heilsa upp á Marie um helgina. Mér tókst að verða eitthvað kvefuð á leiðinni þannig að ég var ekki sú hressasta. Ég held að ég hafi eitthvað ofnæmi fyrir þessum stað þar sem að ég var líka eitthvað slöpp síðast þegar ég var í heimsókn.
Við fórum út að borða á laugardagskvöldið og pöntuðum okkur rif, svo þegar þau komu voru þau geðveikt þykk. Hnussu kjötlag á þeim en maður ákvað nú að sætta sig við þetta en svo komumst við allt í einu að því að þau voru ísköld í miðjunni. Ákváðum að fá okkur eitthvað annað og þegar við vorum búnar að ákveða okkur sagði þjónustustúlkan okkur frekar að fá okkur það dýrasta á matseðlinum, því við þyrftum bara að borga fyrir það sem við pöntuðum fyrst, og það var nautafile. Og auðvitað gerðum við það. Við vorum búnar að fá okkur forrét, þannig að við borðuðum forrétt, 2drykki og nautasteik fyrir 260 sek... sem er mjög vel sloppið.
Svo fór ég heim til Gautaborgar í morgun og þegar lestin var búin að keyra í 1,5 tíma af 4,5 þá var tilkynnt að klósettin væru biluð, eitthvað í samband við að þau hefði ekki verið tæmd eins og átti. Svo var okkur boðið upp á að fara á klósettið á 2 stöðum á leiðinni en ég held að flestir hafi náða að halda í sér þannig að lestin var ekki sein... mjög gaman
Þegar ég kom heim áðan sagði Alla mér að þau hefðu nokkur ákveðið að hafa partý hjá mér á fimmtudag og laugardag, ég er víst með stærsta sjónvarpið og stærstu íbúðina. Ég gat auðvitað ekki sagt nei. Þannig að núna er komin pressa á að læra og klára þessu 2 verkefni sem ég á að skila á föstudaginn... spennó...