Við fórum nokkur saman á ströndina í gær, eða 9 saman, 4 stelpur og 5 strákar. Strákarnir ætluðu að vera rosalega harðir af sér og fóru í sjóinn en það heyrðust píkiskrækir í þeim langt upp á land. Á meðan voru börn að leika hliðina á þeim í sjónum eins og ekkert væri.
Við vorum þarna í nokkra klukkutíma og tókst að fá bara ágætis brúnnku eða á maður að kalla þetta bruna :Þ
Ég væri alveg til í að gera þetta aftur enda auðvelt að komast þanngað.
Síðan um kvöldið var ég með smá partý sem heppnaðist bara vel. Frekar rólegt en það var allt í lagi.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá partýinu hér svo setti ég líka inn ýmsar myndir frá því í vetur hér