26 maí 2008

Niðurstöður

Þá er ég búin að vera með 2 Eurovision partý, bæði frekar róleg þar sem það eru próf og verkefna skil þessa dagana og allir þurfa að læra. En það er fínt að taka smá pásu og hittast til að horfa á þessa vitleysu sem er alltaf jafn skemmtileg :P Fyrir okkur skipti mestu máli að svíarnir væru með færri stig :P

Ég fór svo í magaspeglun í morgun. Mátti ekki borða í 6 tíma fyrir og einn tíma á eftir. Ég var búin að skoða þetta aðeins á netinu og tala við pabba um þetta en hann fór í þetta fyrir nokkrum árum. Var smá stressuð þar sem komið hefði fram að maður fengi slóvgandi, var líka búin að setja Öllu á bakvakt ef ég myndi þurfa einhverja fylgd heim. En svo þegar húkkan fór að útskýra fyrir mér hvernig þetta færi fram þá varð mér ljóst að ég yrði glaðvakandi á meðan :/ get ekki sagt að mér hafi liðið betur. Var deyfð í hálsinum þannig að það var erfitt að kingja og svo var slöngunni sem er ca. 1 cm í þvermál stingið niður í hálsinn. Mjög skrítin tilfinning að finna fyrri einhverju hreyfast í maganum. Æ þetta var bara frekar ógeðslegt en sem betur fer tók þetta fljótt af en manni finnst samt tíminn vera endalaus.
Læknirinn sagði að efra maga-opið lokaðist ekki nægilega og þess vegna kæmist magasýran upp í vélindað og það útskýrði afhverju ég væri rauð við magaopið. Svo sagði hann að ég væri með "reflux" eða bakflæði á íslensku. Mín fyrsta hugsun var: "nei er það virkilega!!" Jæja þá er sú greining komin... svo fæ ég einhverjar sterkari töflur.
Ég hef ennþá tilfinningu fyrir slöngunni í hálsinum og maganum... jakk

Jæja þá er bara að halda áfram að læra... heimkoma eftir 9 daga :þ