11 júní 2006

Heimleið

Jæja þá er komið að heimferðardeginum. Hildur er búin að vera hér síðan á miðvikudag og við erum búinar að vesenast alveg fullt. Fórum upp í skóla og settum hana í heyrnarmælingu með fínni niðurstöðu, svo buðum við Marie í mat um kvöldið. Á fimmtudaginn fórum við til Borås í dýragarðinn þar sem var bara mjög fínn, náttúran er mikið notuð þe það er ekki búið að taka skóginn í burtu allstaðar og fl. Á föstudaginn fórum við í Universeum og svo í bæinn að versla með góðum árangri. Í gær var svo farið í Liseberg með Marie og Jenny vinkonu hennar, vorum þar í 5 tíma og skemmtum okkur mjög vel, sumir fóru oftar í tækin en aðrir en það var líka í góðu lagi. Eftir Liseberg var svo kíkt aðeins aftur niður í bæ til að finna það sem átti eftir að finna og sú bæjarferð endaði einnig með góðum árangri. Í gærkvöldi var svo komið að því að pakka og það tók sinn tíma að vara en gekk samt ótrúlega vel.

Þegar við vorum að vakna í morgun fékk ég svo sms frá Vilmari, sem er að koma frá Íslandi með sömu vél og við förum með, um að það væri 2 tíma seinnkun frá klakanum vegna tæknilegra örðuleika sem hljómar alltaf hughreystandi. Þannig að við förum ekki í loftið fyrr en 15:30 en ekki 13:30 eins og áætlað var... og eins og maður segir á góðri sænsku FY FAN!!!! En ég þarf að hitta Marie niðri í bæ til að láta hana fá lykilinn minn og verð þá lyklalaus þar sem Ragnar er með hinn... vesen... en jæja ég vona að ég komi ekki mikið seinna heim en planið er núna 16:20.
Sjáumst á Íslandi...!! :o)