21 nóvember 2004

Mikið hefur gerst og mikið að gera

Jæja núnar er allur snjór farinn enda hvarf hann mjög fljótt. En hins vegar er búið að frost síðan um síðustu helgi svona frá 0 - -5°C kannski ekki mjög kallt en samt mjög kallt þegar maður þarf að fara út og labba í kannski 20-30 min eða meira. Svo er líka raki í loftinu svo það virðist vera meira er það er.
Ég fór á hnotubrjótinn á fimmtudaginn. Það var bara fínt, ég hef nú ekki séð þetta áður. Það var ballethópur úr "listaháskólanum" sem var að sína þetta verk.
Svo á föstudag fór ég loksins í Liseberg. Það er búið að opna fyrir jólin og allt orðið í jólaskrauti. Það eru 3.2 milljón ljósaperur í garðinu og mörg tré eru öll þakin í seríum, næstum hver einsast grein. Ég tók nokkrar myndir og munu þær koma fljótlega inn á myndasíðuna.
Svo í dag sunnudag fór ég á jólamarkað við Tjolöholms slott(höll eða herragarð) þetta er einnig safn svo við fengum að fara inn og skoða. Þetta var ágætis frí frá lærdómi, en ég er eiginlega búin að eiða síðast liðnum dögum í að gera verkefni í sálfræði. Ég þarf helst að vera búin með þetta verkefni fyrir fimmtudag en það hljóðar upp á 3 spurningar sem þurfa að vera 1-2 bls hver, svo er allað verkefni sem ég þarf að klára fyrir miðvd. sem hljóðar upp á að lesa 2-300 bls og svara 8 spurningum. Ástæðan fyrir því að ég við vera búin fyrir fimmtudag er að ég er að fara með Marie í heimsókn til foreldra hennar sem búa í Vexjö í Småland um 3 tíma akstur héðan. Ég bíst við að þetta gangi allt saman upp. Og þess vegna ætla ég að halda áfram... :) Skrifa meira seinna ef ég lendi ekki inni á Kleppi