14 nóvember 2004

Verði þér að góðu...

Jæja, nú var ég góða stelpan og bauð Marie í mat. Í matinn voru kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum, pestó og ostasósa úr sólþurrkuðum tómataost(ísl), og svo var auðvitað hrísgrjón og salat. Þetta kom bara mjög vel út og henni þótti þetta mjög gott. Svo vorum við búnar að vera að læra saman. Reyna að svara einhverjum spurningum fyrir sálfræði. Ekki alveg það sem okkur langaði að gera en þetta er eitthvað sem við verðum að gera, og það er auðvitað skemmtilegra að gera þetta tvær saman heldur en í sitthvoru lagi. Og svo skil ég ekki heldur allt. Ef einhver getur sagt mér hvað "betingning" er á íslensku þá væri að frábært, því þýðingin "conditioning" á ensku meikar ekki alveg sens hjá mér.
Svo á föstudaginn vorum við Marie með stelpukvöld, þar sem við vorum með fullt að borða og horfðum á DVD.
Við keyptum miða á tónleika hjá Destiny's Child í Stokkhólm, þeir verða ekki fyrr en 17 maí 2005 en maður verður að kaupa miða í tíma fyrir svona. Sérstaklega í landi þar sem búa 9 milljónir og það eru bara einir tónleikar með þeim.
Svo opnar Liseberg um næstu helgi fyrir jólatímabilið, svo við ætlum að fara þanngað og skoða, ég hef ekki enn farið. Líklega förum við í einhver tæki, ég held að maður geti ekki annað þó að ég sé ekkert rosalega hrifin af svona tækjum en það kemur í ljós hve "slæmt" þetta er :)