07 nóvember 2004

Á djammið

Jæja ég fór til Marie í gær og ég hugsaði svo mikið um að taka myndavélina með að ég barasta mundi eftir henni í þetta sinn en... ég auðvitað gleymdi að ég hefði verið með hana þanngað til að við vorum að flýta okkur í sporvagninnn, sem við næstum misstum af. Svo það voru engar myndir teknar en ég setti samt inn myndir í gær af herbergjunum mínum, þær eru misgamlar en samt eins og upp röðunin er núna.
En við fórum 4 saman niður í bæ í gær, það var bara fínt. Staðurinn sem við fórum inn á er ekki alveg minn týpu staður til að dansa en samt ekkert slæm tónlist. Á meðan við vorum í röðinni töluðum við við stráka sem fengu mjög mikinn áhuga á að ég væri frá Íslandi því það var eldgos. Svo komust þeir líka að því hvað sænska og íslenska eru lík t.d. Ég heiti X = Jag heter X, Hvað viltu að ég segi á íslensku = Vad vil du at jag seger på islänska. Fólki finnst alveg ótrúlegt hvernig ég get verið í námi þar sem fyrirlestrar eru á sænsku og flest námsefnið er á sænksu, það skilur ekki hvernig ég fer að þessu. Maður kemst bara einhvern veginn inn í þetta!?! Svo þegar við vorum búin að vera inni á þessum stað, sem er frekar vinsæll held ég, þá ætluðum við að fara á annan stað en þá var hætt að hleypa fólki inn og átti að fara að loka og klukkan ekki orðin 3 svo fórum við að leita af öðrum stöðum eða börum sem ekki þarf að borga inn á. En svo rákumst við á einhvern strák sem við töluðum örugglega við í hálf tíma, aðalega um útlit á öðru fólki sem labbaði framhjá. En svo endaði bara með því að við löbbuðum heim, eða Marie labbaði með mér næstum því alla leið og tók þar nætursporvagn heim. Var komin heim kl 4. Sem er ágætis tími. En vá hvað ég hlakka til að komast á djammið í Rvk þegar ég kem um jólin...!!!