06 nóvember 2004

sl. vika

Jæja nú er ég byrjuð í Sálfræði og það er ekkert lítið sem við eigum að lesa fyrir þennan ágæta kúrs, en hann kannski líður hratt yfir. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega fyrir svona áfanga, en hins vegar hefur Marie vinkona mín mikinn áhuga á þessu svo við ætlum að reyna að hjálpast smá að. Svo á mánudaginn er umræðu tími hjá mínum hóp, 15 manns, og þar þarf maður að taka þátt því við fáum svo einkunnina út frá þessum umræðutímum.
Ég var í smá matarboði hjá Marie á fimmtudaginn en við vorum 6 sem vorum hjá henni, þetta var bara gaman en ég skildi ekki alveg allt sem fór þarna fram því að þau töluðu auðvitað sænsku og eru ekkert að spara hraðann, og ég hafði mig alla við til að skilja. Fyrr um daginn höfðum við verið í tíma og kennarinn talaði á milljón svo ég þurfti að hafa öll skylningarvit opin í tímanum. Svo þegar ég kom heim um kvöldið eftir alla þessa hröðu sænsku þá var ég alveg búin.
Síðan fór allt í rugl hérna hjá mér um daginn þegar við fengum að vita hvernig tímunum yrði háttað í eðlisfræði sem verður í des og ég komst að því að ég mun missa 4 daga í skólanum. Mamma og pabbi vildu að ég tæki flug aftur út einum degi fyrr þe. 2 jan til að minnka þetta niður í 3 daga, sem var svo sem allt í lagi þanngað til að við komumst að því daginn eftir að það var ekkert laust í vélinni, nema 1 jan. Mamma vildi að ég færi að taka það flug en ég var ekki sátt, því ég verð að taka fyrsta flug til að ná lestinnu og það þýðir flug kl 8 leggja af stað um 5 út á völl og það eiðinleggur gamlárskvöld alveg... Svo við sættumst á að gera ekkert í málunum. Ég mun bara læra í fríinu :/ Stundum fer þessi skóli alveg í taugarnar á mér.
Jæja en við stelpurnar (og kannski strákurinn) í bekknum ætlum að hittast í kvöld og skemmta okkur, fara í bæinn saman og svona. Það komast ekki allir því þetta var bara ákveðið á fimmtudaginn en það er ágætt að hrista smá upp í hópnum :) Og ég ætla að muna eftir myndavélinni í þetta sinn, ég steingleymdi henni á fimmtudaginn.
Svo er einhver frídagur í dag, Allra heilagra dagur held ég að það þýðist, svo það á víst allt að vera lokað eða alla vegana mikið af búðum. Og mig minnir að þetta sé einnig dagurinn þar sem allir fara og leggja blóm á leiði ættingja sinna eins og flestir íslendingar gera á 23. og 24. des. Jæja ég ætla að fara að lesa þessa sálfræði...