31 október 2004

Heimsókn nr. 1

Jæja þá er fyrsta heimsókn frá Íslandi búin og mamma og Lilja eru komnar og farnar. Þær komu kl. 17 á miðvikudag og fóru áðan kl 13:25. Svo ég er aftur orðin ein.
Þetta var mjög skemmtileg heimsókn. Þegar þær komu fórum við út að borða með Marie vinkonu minni, en hún var að fara heim til foreldra sinna yfir helgina svo þetta var eina tækifærið til að hitta hana. En svo á fimmtudaginn var notaður í að rölta um á milli búða, sem var ekki leiðinlegt :) enda eignaðist ég buxur. Svo var eiginlega verslað líka á föstudaginn en ekki eins mikið. Við fórum svo út að borða á fínan veitinga stað á 23ju hæð í einu stærsta hóteli norðulandanna en það er með um 1000 herbergi...! Við fórum með íslenskum hjónum sem mamma þekkir hér, Hanna og Helgi, ekkert smá góður matur. Svo eftir að við vorum komin heim fórum við Lilja í bæinn til að djamma smá, ætluðum ekki að vera lengi því planið var að fara líka út á laugardag en við komum heim kl hálf fjögur, kannski ekki svo slæmt. Við rákumst á einn mjög fínan stað eftir smá rölt, það var reyndar ekki mikið að fólki þar en við komumst svo að því seinna að fólk fer aðalega út á laugardögum ekki föstudögum. Hér borgar maður inn á flesta staði sem eru með almennilegri tónlist. Svo á laugardaginn(í gær) fórum við á Norrænt listasafn hér smá norður af Gautaborg. Hanna frá kvöldinu áður vildi endilega taka okkur þanngað. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið spes og kannski einkennilegt. Svo fórum við í heimsókn til afabróður míns sem er á elliheimili en hann er með Alzimer og man ekki neitt en samt svolítið fyndinn karkter. Svo virðist hann tala bara íslensku við húkkurnar svo þær skilja hann ekki. Svo fórum við Lilja aftur niður í bæ í gærkvöldi enda ekki annað hægt. Og jú ég get alveg viður kennt það að það var mikill munur á fjölda fólks í bænum. Sem sagt Svíar djamma á laugardögum, og mikið af stöðum erum með 25-27 ára aldurstakmark og ekki láta þér detta í hug um að þú gætir litið út fyrir að vera eldri en þú ert, þeir tékka skilríki hjá öllum. Við fórum á fínan stað þar sem voru þrjú dansgólf með mismunandi tegundir af tónlist og alls ekki troðið þarna inni enda stór staður. Maður fer þanngað aftur :) Í þetta skipti komum við heim kl 5 en samt eigilega kl 4 þar sem tíminn breyttist í nótt og við græddum einn tíma, svo núna er ég einum tíma á undan Íslandi í stað tveggja. Já og svo fóru þær mamma og Lilja áðan, ég fór auðvitað með þeim út á lestarstöð en þá beið þeirra 4 tíma lestarferð til Köben. Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili ég ætla svo að setja inn myndir eftir smá stund en það ætti að verða í dag :)