13 október 2004

Merkilegur hlutur

Einn merkilegur hlutur gerðist áðan. Ég settist fyrir framan sjónvarpið, nánar til tekið heima hjá vinkonu minni, og horfði á fótbolta. Í mínum heimi er þetta mjög merkilegt því að ég tel þetta vera í fyrsta skipti sem ég horfi viljandi á fótbolta. Ég gat reyndar varla sleppt því þar sem Ísland var að spila á móti Svíum og vinkona mín hefur mjög mikinn áhuga á flestum íþróttum. Annars get ég lítið tjáð mig um frammistöðu leikmannanna í leiknum nema að mér fannst samlandar mínir heldur grófir. Og fáránlegt að við skildum hafa tapað 4-1, 3ja marka munur. En hvað veit ég um fótbolta, jú nánast ekkert :) Það er bara merkilegt að ég sé að tala um þetta

En svo var ég líka að fá staðfest í dag að mamma og Lilja(kærasta bróður míns fyrir þá sem ekki vita) eru að koma hingað eftir 2 vikur... VÁ!!! hvað ég hlakka til að fá heimsókn :)