16 október 2004

Litli íslenski heimurinn

Já heimurinn er lítill. Í gær var afmæli hér hjá leigjandanum mínum henni Eddu en hún var að halda upp á 30 afmæli elsta sonar sína, og hún bauð mér að vera. Einn góður kostur að búa hjá íslendingi er að það er mjög líklegt að hún þekki aðra íslendinga, svo ég gat talað við nokkra. Ein kona(ísl sem heitir Kristín) sem var hér í gær er vinkona mömmu Lísu vinkonu minnar, svo er mamma Lísu að vinna hjá tannlækninum mínum. En ég kynntist Lísu samt ekkert í gegnum það. Svo þekkir veit Kristín einnig hver bróðir afa míns var. Við komumst reyndar ekki að neinu fleiru sem við gátum tengt en mér fannst þetta sniðugt.
Annars þá var um 30 manns hér í gær og mér tókst að babbla einhver svör við þeim spurningum sem ég fékk, þó að flest hafi svörin verið já og nei og þess háttar, þá tókst mér nú samt að búa til heilar setningar en þær innihéldu stundum(ekki alltaf) ensk orð. En þetta tókst :)