11 október 2004

Haust í Gautaborg

Jæja ég hef ekki skrifað hér lengi og kannski engin bein afsökun með það. Það er farið að kólna all svakalega hér í Gautaborg en samt er ekki rok eða rigning svo þetta er enn ágætt. Ég er búin að vera lítið í skólanum undan farið þar sem ég er í raun á milli áfanga en hér eru áfangarnir 5 vikur hver, núna er ég byrjuð í Anatómíu eða líffærafræði.
Á föstudaginn fór ég í stærsta IKEA í heimi. En þetta IKEA opnaði fyrr í sept. Mér tókst auðvitað að kaupa nokkra hluti enda var það ætlunin, en ég var "alveg í sjokki" yfir því hvað þetta var ódýrt. 8 tréherðastré, 8 trébuxna herðatré, 2 30x40 smellurammar, 1 venjulegur rammi, 2 vasar(fyrir eitt blóm)og dallur fyrir penna allt þetta fyrir tæpar 1900kr ísl. Svo fór ég í aðra búð á laugardag þar sem var rýmingarsala og ég fékk garínur fyrir tæpar 1000kr ísl sem er bara frábært. Svo það er allt orðið heimilislegra hér hjá mér.