25 október 2004

Comment

Jæja nú fer að styttast í að ég fái heimsókn frá Íslandi, eins og ég var búin að segja áður þá koma mamma og Lilja í heimsókn á miðvikudaginn og verða fram á sunnudag. Þetta á örugglega eftir að vera gaman, ég efast ekki um það. ´
Í næstu viku munum við byrja í sálfræði, en þá munum við vera með Iðjuþjálfum í tíma, held ég ef ég er með rétta þýðingu: Arbetsterapeut. Endilega látið mig vita ef þetta er eitthvað vitlaust. Já, ég er núna komin með "comment"akerfi núna sem ekki þarf að skrá sig inn á. Ég var búin að fá kvartanir yfir því en þetta er komið í lag.
Í gærkvöldi þá var ég í matarboði hjá íslendingunum sem ég bjó hjá fyrstu vikuna. Það var bara mjög fínt. Svo í morgun þegar ég vaknaði var þessi líka hrikalega rigning og með þrumum og eldingum, og fyrir þá sem ekki vita þá finnst mér ekkert gaman af þrumum og eldingum. Jújú eldingarnar eru flottar úr mikilli fjarlægt, en þegar þær eru nálægt þá finnst mér ekkert gaman. Ég er líka viss um að einhverjir hafa heyrt sögur um mig og þurmur&eldingar frá því að ég var í USA.
Ég fór í ræktina í gær með Marie vinkonu minni, við fórum í svona step up tíma. Þetta gekk svonaaaaa. Ég hef aldrei gert þetta af neinu ráði og var alveg rugluð í tímanum en samt gaman. Í dag er ég með einhverjar harðsperrur en samt alls ekki eins og ég bjóst við. Ég ætla svo að fara aftur í dag ef það stangast ekki á við sænskutímann minn.