03 október 2004

Hálfgert rán..

Ég er búin að komast að því að símakostnaður er algjört rán hér í Svíþjóð. Hugsið ykkur að ef þið eruð að hringja innan fyrirtækis á daginn( milli 7 og 19) þá er gjaldið 4,85kr sek(47kr ísl). Þetta er rugl... En þeir eru hinns vegar mun skárri á kvöldin og um helgar en þá er gjaldið ekki nema 0,37kr sek(3.6kr ísl). Svo eru öll SMS 1,2kr sek(11.7kr ísl). MMS er síðan svo dýrt að manni dettur ekki einu sinni í hug að senda svoleiðis. Og svo auðvitað þarf maður að borga fyrir að hlusta á talhólfið sitt. Það er ódýrara fyrir þá sem eru með Frelsi á íslandi að hringja í mig heldur en fyrir mig að hringja innan fyrirtækis á daginn, sem er fáránlegt. Þetta er allt mjög svipað hjá fyrirtækjunum... nema 2 fyrirtæki eru með þetta aðeins öðruvísi. Þá er mínútugjaldið alltaf það sama og SMS eru ódýrari en þá er bara hægt að fylla á á netinu. Ég á 2 númer og annað þeirra er svoleiðis. Bráðum verð ég með 2 síma og 2 númer, til að hringja sem ódýrast. Mér tókst nefnilega að klára 100kr sek(976,5kr ísl)á 9 dögum sem er klikkun að mínu mati því að ég hringdi ekki mikið.
Ég fór aðeins á djammið á föstudaginn. Ég get nú ekki dagt að þetta sé eins og í henni Reykjavík. En þetta var nú samt bara fínt. Maður þarf að borga til að komast á dansgólfið(yfirleitt á efrihæð) en ef maður er bara á barnum(niðri) þá þarf maður ekki að borga. Svo það er ekkert svona rölt hér í borg. Ég er nú ekki frá því að mig fari að langa að rölta á milli staða i miðborg rvk.