Dagurinn minn er búinn að vera frekar mikið hell í dag. Vaknaði við skemmtlega uppgötvun sem við förum ekkert lengra út í. Var á bókasafninu að vinna verkefni og gat engan veginn fundið næginlegt efni. Svo átti ég að fara í dag í dag en þegar ég kom á skiptistöðina þá fékk ég þess svaðalegu magapínu og fór inn á veitingastað og fékk að fara inn á klósett... þegar ég kom út hoppaði ég upp í strætó í þá átt sem ég var að fara því ég gat bæði tekið sporvagn og strætó svo allt í einu beygði strætóinn þar sem hann átti ekki að beygja og þá fattaði ég að ég hafði farið upp í þann eina strætó sem ég átti ekki að fara upp í. Vissi svo alveg í hvaða átt ég átti að labba.. var ekki viss hvort ég myndi dansa en ég ætlaði að reyna að ná uppeftir og sjá svo til þegar ég kæmi á staðinn... svo þegar ég var búin að labba eina götuna þá gat ég beygt til hægri eða vinstri... tók sénsinn á vinstri... kom þá út við Chalmers(tækniháskólann) sem er laaaangt í burtu frá þeim stað sem ég ætlaði á. Sá svo einn strætó sem ég kannasðist við og bjóst við að geta tekið hann eitthvað inn í bæ. En nei hann var ekki að fara inn í bæ... fór því út og tók annan strætó. Og þegar ég var komin á stoppistöð sem er næst dansskólanum þá var ég þegar orðin kortéri of sein og ég vissi að það tæki mig 5-10 mín að rölta sem þýðir 20-25 of sein af 60 mín tíma... nennti ekki að láta reyna á hvort ég gæti dansað svo ég fór bara heim. Það bætir ekki úr að það er búið að snjóa geðveikt hér og svo allt í einu í morgun hlýnaði og fór að rigna svo allt var í slabbi og viðbjóði... pollar sem náðu yfir heila akrein og voru nokkrir metrar að lengd... Svo auðvitað var ég orðin þokkalega pirruð og í vondu skapi þegar ég kom loks heim eftir rúmlega klukkustundar akstur og rölt um borgina...
Reyndar byrjaði þessi ömurlegi þagur í gær þegar ég skaðbrenndi poppkorn og herbergið angaði af brenndu poppi og gerir það enn. Ég hef aldrei brennt popp jafn illa, það var köggull af svörtum brunarústum í pokanum... mig langaði ekki í popp eftir það.
Það er ágætt að hugsa út í það að ég er að koma heim um helgina... vona bara að ég komist norður.