Jæja núna er maður orðin eitthvað og komin með alvöru starfstitil... frk heyrnarfræðingur.
Öll fjölskyldan mín kom á fimmtudaginn, á föstudaginn var síðan farið í verslunarleiðandur og á þeim tíma tókst mér að brenna mig ágætlega á bakinu.
Á laugardaginn(í gær) var svo athöfnin, fyrst hittumst við flestar og drukkum saman freyðivín. Svo var sjálfathöfnin og þar héldum við Marie sitthvora ræðuna, mín var tekin upp á video svo það er aldrei að vita nema að hún komi á netið... lofa engu. En ég fékk mína Diplomu og er bara mjög sátt. Upp úr hádeginu settumst við fjölskyldan úti og skáluðum í kampavín. Þegar pabbi opnaði flöskuna var eitthvað verið að mana hann að skjóta tappanum út í loftið en hann vildi nú ekki drepan neinn og um leið og hann sagði þetta losnaði vírinn... og tappinn flaug um leið út í loftið og hvarf...
Svo seinna um kvöldið fórum við út að borða á fínann veitingastað með sjáfarréttum. Marie var þar með vinum og ættingjum en við fjölskyldan sátum saman. Þegar ég fór svo að sofa um kvöldið sofnaði ég um leið, enda mikið búið að gerast.
Það er búið að vera ótrúlega gott veður hérna sl daga svona frá 20° eftir sólarlag og upp í 34° um miðjan dag og heiðskýrt. Það er eiginlega of heitt hér :þ
Svo erum við að fara í Svíþjóðarferðalag á morgun og komum aftur til Gbg á laugardaginn. Svo er flug heim 17. júní, já á þjóðhátíðardaginn sjálfan.
Heyrumst seinna... Sólarkveðja :)
P.S. já ég er búin að óska eftir breytingu á starfsheiti í símaskránni, sjáum til hvenær það breytist :Þ