18 júní 2007

Heimkoma

Ég ákvað að heiðra þjóð mína á þjóðhátíðardaginn með komu minni, eftir viku ferðalag um Svíaríki með foreldrunum. Við fórum og heimsóttum foreldra Marie í Växjö, en áður fórum við og skoðuðum glerverksmiðjurnar, þið vitið: KostaBota, Orrefors og þetta flotta. Svo fórum við í Heim Astritar Lindgren, sem er auðvitað aðalega fyrir krakka en samt mjög gaman að koma þanngað. Við fórum í ferðalag út á Gotland, ferjan tekur einungis 3 tíma.. já þetta er ótrúlega langt í burtu. En það er mjög gaman að koma þanngað. Innribærinn, já það er múr í kringum bæinn, er allur í miðaldastíl. Öll húsin lítil og sæt, ég væri alveg til í að flytja út í eynna þegar ég fer á eftirlaun, sjáum til hvort ég muni eftir þessari setningu eftir 45 ár.
Við fórum líka í heimsókn til Marie á nýja heimilið hennar í Karlskrona. Hún er sem sagt alfarið flutt frá Gautaborg núna, sem er bara skrítið hún á að vera í Gautaborg. En við munum enn halda sambandi.

Já ég sem sagt kom heim í gær, úr hlýunni í kuldann :S
Kíkti niður í bæ í gærkvöldi með Lilju, Lindu og Gústa(Jón er ekki á landinu). Fyrst hitti ég bara fólk sem er búið að búa í Gautaborg, Bjössa frænda og Rakel konuna hans, svo hitti ég Söndru, Axel og Steinunni. Ég var farin að halda að eina fólkið sem ég þekkti á Íslandi væri fólk sem hefði búið í Gbg. Annars fékk ég næstum því menningarsjokk á röltinu í bænum hér, fólkið hér er einhvern vegin svo allt örðuvísi en svíarnir. Kannski er það eitthvað vegna þess að allir(eða svona næstum því) kappklæddir.

Svo er ég að fara að vinna á morgun. Ég ákvað að byrja ekki daginn eftir að ég kom heim. Gott að fá einn dag til að stilla sig af.