04 júní 2007

Var ég ekki í sömu stofu eða...?

Ég var að gagnrýna eitt verkefni í dag, frekar óþæginlegt að gagnrýna fólk sem maður umgengst. Ég þurfti sem sagt að gagnrýna Lottie og hennar meðskrifara Jennie.
Ég las verkefnið þeirra, á þriðjudaginn í síðustu viku, frekar svona létt í gegn og skrifaði niður ábendingar þar sem mér fannst það þurfa en það var ekkert alvarlegt. Svo á laugardaginn sat ég á bókasafninu í kannski rúma 2 tíma og skrifaði niður það sem ég ætlaði að segja. Mér fannst ég hafa kannski ekki alveg setið nógu mikið með þetta en ég nennti ekki meir á laugardaginn. Ég vissi svo ekki hvað ég ætti að gera meir svo ég lét þetta nægja.
Svo í dag var komið að gagnrýninni. Ég las það sem ég hafði skrifað niður og það gekk svona allt í lagi, stundum fannst mér ég eiga erfitt með að koma út úr mér það sem ég vildi segja eða meinti. Þetta gekk svona allt í lagi... að mínu mati alla vegana.
Eftir gagnrýnina komu svo allir (eða svona næstum því) og voru að segja hve vel þetta haf gengið og hve vel ég hefði gert það sem ég gerði. Lottie og Jennie töluðu jafnvel um að þær voru mjög ánægðar með þetta. Svo er ég í mjög miklum samskiptum við hana sem sér um kúrsinn(Eva) útaf þessu leiðbeinanda veseni. Svo ég sendi henni mail áðan útaf því og svo fæ ég til baka um hve VEL ég hefði gert gagnrýnina í dag og hve mikill persónuleiki var í þessu miðað við allt sem er í gagni... Og svo hugsa "jájá... var þetta virkilega svona merkilegt, og stóð þetta svona uppúr...ok"

Á laugardagskvöldið var ég bara heima, nennti varla neinu bara að slappa af. Svo hringdi pabbi úr bústaðnum en þá var hann, mamma, Jón og Lilja þar. Þau voru nýbúin að borða og ákváðu að hringa í mig og að mér skilst búin með alla vegana 2 lítra af rauðvíni(sá 3 kláraðist á meðan samtalinu stóð). Svo sátu þau þarna og ég hérna megin í Gautaborg við tölvuna og vorum að spjalla. Pabbi setti setti hátalarann á símann og við spjölluðum í rúma 2 tíma eða þanngað til þau ákváðu að fara út í pott. Það var næstum því eins og ég væri á staðnum, heyrði í öllum og allir heyrðu í mér :þ og umræðurnar ekki á verri endanum :)