Ég er búin að verja ritgerðina... gerði það á fimmtudaginn... ég get ekki sagt að þetta hafi verið falleg sjón. Og sem betur fer eru alli sem voru á staðnum sammála mér. Fyrst horfði ég á þegar hópurinn á undan varði sitt, en leiðbeinandi þeirra var síðan prófdómari minn. Prófdómarinn þeirra var hins vegar gamall læknir sem er örugglega bara að vinna ennþá vegna þess að honum þykir það gaman. Hann vissi hreinlega ekki hvað hann var að gera þarna og það kom í ljós á fyrstu mínútunum "hva? er það ekki ég sem er gagnrýnandi?" "nei þú ert prófdómari" svo þegar búið var að gagnrýna verkefnið og prófdómarinn tók við "vá þið sáuð bara fullt sem ég var ekki búin að taka eftir"...(halló var hann búinn að lesa verkefnið yfir??) Það var víst mikið að þessu verkefni samkvæmt gagnrýnendum en prófdómarinn hafði ekki tekið eftir helmingnum af því... Og auðvitað var leiðbeinandinn ánægður með verkefni síns hóps...
Svo fór leiðbeinandinn hinum meginn við borðið og fór að dæma mig... og vá hvað manneskjan breittist... Það var allt að og stór hluti af því er að hún og leiðbeinandinn minn eru greinilega ekki bestu vinir en það frétti ég eftir á. Og þar sem leiðbeinandinn minn var ekki á svæðinu hafði ég engann til að stiðja mig. Stelpurnar í bekknum hætta varla að segja hvað þetta hafi ferið ósanngjarnar dæmingar... þeas að munurinn á mér og hópnum á undan hvernig þetta fór fram var var gýfurlegur. En því miður er þetta bara svona... ég get kannski sagt að verkefnið mitt verður bara betra fyrir vikið.
En svona til að toppa alla vitleysu með leiðbeinadann minn þá verð ég að bæta einu við. Hann talaði um að þegar ég væri búin að verja myndi hann hjálpa mér að laga. Svo fæ ég e-mail frá honum á föstudaginn um að ég gæti sent honum það á mánudaginn þannig að ég spyr til baka hvænær hann vildi fá það til að geta lesið yfir. Þá fæ ég svarið "ég get lesið það á mánudagsmorguninn en svo fer ég til Heidelberg á mánudagskvöld og kem á miðvikudag" HALLÓ!!! ég á að skila á fimmtudaginn í síðasta lagi... og hann var búinn að segjast ætla að hjálpa mér þegar ég væri búin að verja... Hann fer alltaf í burtu á verstu tímunum... En sú sem sér um kúrsinn ætlar að hjálpa mér frá og með mánudeginum... þetta er eiginlega hætt að vera fyndið... og var það svo sem aldrei