26 maí 2007

Búin að skila

Ég skilaði lokaverkefninu kl 16 á fimmtudaginn... án nokkurs múkk frá leiðbeinandanum fyrr en kl 18:42 og þá þurfti hann endilega að gera "reply all" þanni að allir(ég, prófdómari, sú sem sér um kúrsinn, og gagnrýnendur) fengu að heyra kommentin hans... jeeejjj... sem sagt þetta gerði mig bara aðeins pirraðari en ég þegar var...
Ég get nú alveg viðurkennt það að þegar ég var búin að skila á fimmtudaginn þá fékk ég smá frákvarfseinkenni og þau voru enn til staðar í gær. Ég var bara eitthvað að dúlla mér... hefði svo sem alveg örugglega getað kíkt eitthvað á þessa ritgerð til að sjá hverju ég gæti breytt til að þókknast leiðbeinandanum en ég ákvað að láta hana bara alveg vera og kíkja svo kannski á ritgerðina eftir nokkra daga pásu.

Ég fór í bíó í gær á Freedom Writers. Bara hi fínasta mynd sem vekur upp ýmis konar tilfinningar, allt frá hlátir til gráturs(eða svona næstum því). Alveg þess virði að sjá hana ef maður fílar myndir sem eru byggðar á sannsögulegum atburði.

Ég fór að rölt í bænum í gær og rakst á þessa líka flottu skó, ég er ekki manneskja sem finnur skó svo auðveldlega. Ég þurfti reyndar að finna mér eitthvað til að vera í á útskriftinni en svo langt hef ég ekki komist. Ég er komin með skóna og núna er bara að finna eitthvað til að fera við skóna... kannski ekki rétt leið að finna skóna fyrst. En svona er lífið.

Það var einhver rafvirki að vesenast eitthvað hérna fyrir utan hjá mér í gær sem er svo sem í góðu lagi. Og svo seinni partinn þegar ég fór út sá ég að hann var búinn að hengja upp ljós fyrir ofan plönturnar hér fyrir ofan svona til að lýsa þær upp, sem er svo sem ekkert verra. Nema að þessar ágætu plöntur eru í eingu glæsilega ástandi... nær dauða en lífi... svo það er ekki mikið til að lýsa upp...