05 maí 2007

klaufi dauðans...

þetta er ekki alveg minn dagur í dag...
Ég var að þvo og það gerir maður niðri í kjallara hér í húsinu og auðvitað læsir maður íbúðinni sinni þegar maður fer niður í kjallara. Nema hvað, ég var að vesenast með þvottinn minn og ætla svo upp í íbúð aftur en nei... ég læsi lyklana inni í þvottaherberginu og það ganga ekki lyklar að hurðinni bara svona rafmagnslykill og ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera... klukkan rétt fyrir 12 og ég hef tímann til kl 13. Sem betur fer var íslenska nágrannakona mín heima en hún hafði misst af strætó svo hún var ekki farin út. Núna sit ég ein í íbúðinni hennar og bíð eftir að tíminn minn renni út og næsti aðili opni þvottaherbergið... kræst... ég er ekki einu sinni með símann á mér... ég hef stundum pælt í því hvað maður myndi gera ef maður læstist úti... og þar sem það er helgi núna þá er ekki hægt að hringja í stúdentagarðana og fá hjálp... eins gott að ég var ekki með neitt planað núna í dag... Einu sinni er allt fyrst.