ég átti alveg eftir að bæta við hvernig þetta fór í gær...
Ég sem sagt beið heima hjá grannanum til kl 13, það er gott að hafa íslenska granna, svo fór ég niður í kjallara kl 13 til að bíða eftir næsta sem ætlaði að nota þvottahúsið. Svo kem ég niður og lít á hurðina og þá virðist hún ekki alveg lokið og svo sé ég bandið sem hangir á lyklakippunni fast á milli stafs og hurðar. Sem gerir það að verkum að það var ALDREI læst... hurðin náði ekki að skellast í lás eins og ég var alveg 110% viss um þar sem að hún er frekar þung, svo ég reyndi aldrei að opna...
Ég hló mikið af sjálfri mér í gær... þvílík vitleysa.
Svo núna er ég að þvo restina frá því í gær en í þetta skipti eru vasar á buxunum svo lyklarnir eru geymdir þar.