18 maí 2007

þreytt...

Jæja þetta er alveg að verða búið... eða þannig lítur það út. Ég á að skila ritgerðinni inn á fimmtudaginn í næstu viku og svo viku seinna mun ég verja ritgerðina, eftir það hef ég viku til að laga það sem er að. Og það er ótrúlegt hvað vikurnar fljúga áfram núna, ég held að hver sekúnda styttist með tímanu...
Ég var rosalega dugleg að koma mér upp á bókasafnið í skólanum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Svo á miðvikudagseftirmiðdag kom eitt heyrnatækjafyrirtæki og var með kynningu fyrir okkur og bauð okkur svo út að borða á frekar fínan veitingastað, sem er með frægustu rækjusamlokurnar í bænum. Það var skálað í hvítvín og ekkert sparað :Þ Eftir þetta fórum við í Liseberg og kepptum í svokölluðu 5-kamp en þar keppir maður í alls konar þrautum. Mitt lið vann... jíbbý!! Marie fékkk fyrst hugmynd til að kalla liðið okkar surprice... og ég bætti -land aftan við í smá gríni sem var samþykkt. En síðan var ákveðið að við myndum kalla okkur MACKT en það var samsettning af upphafstöfunum (makt þýðir máttur). Eftir Liseberg fórum við 5 saman upp í Skybar sem er á 23 hæð í háhýsi hér í borg. Í gær var frídagur hér eins og annarsstaðar sem þýðir að bókasöfn eru ekki opin. Ég var heima að læra *hóst*... ég næ því ekki alveg hvað ég var þreytt... það mætti halda að ég hefði verið á djamminu til 4. En ég lærði nú samt alveg eitthvað... ég meina þegar maður situr á sófanum með tölvuna á hnjánum allan daginn þá hlýtur eitthvaða að gerast :þ
Ég hélt að ég ætlaði ekki að geta komið mér á fætur í morgun en að lokum tókst það og ég var komin á bókasafnið kl 9:45 og sat fyrir framan tölvuna til 15:30... með smá matarpásu... við tölvuna. Þegar ég hætti var ég gjörsamlega búin... og er það enn. Svo það verður enginn lærdómur í kvöld... bara afslöppun... ætla að reyna að læra á morgun.
Ég ætti kannski að setj inn nýjustu myndirnar...