24 maí 2007

My life(ritgerða) story

Í dag 24. maí kl 16:00, GMT +2, á ég að skila inn lokaverkefninu í heyrnarfræði og ef allt gengur að óskum mun ég taka við titlinum Heyrnarfræðingur laugardaginn 9. júní 2007. Þegar ég byrjaði að læra hér í Gautaborg bjóst ég aldrei við að klára þetta, já svona eins og þegar ég bjóst ekki við að klára Mýró, Való og MH, eða svona hugsunin sá tími mun aldrei koma. En viti menn hann kom og núna er ég að klára BS-nám í útlöndum, eitthvað ég hafði ekki pælt í fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

Ég get ekki sagt að þessi ritgerðaskrif mín hafi gengið áfallalaust. Samband mitt við leiðbeinandann hefur verið frekar brösótt þar sem að ég náði ekki alltaf í hann. Og hvað gerir maður þega maður ekki nær í þann sem á að hjálpa manni, jú maður gerir þetta bara einn. Svo þegar fór að nálgast lokin þá fór maður svona að reyna að hafa meira samband. Svo einn daginn(þriðjudagur fyrir rúmri viku) þegar ég var að fara að skila inn einu uppkasti þá hefur leiðbeinandinn samband við kennarann og er að hafa áhyggjur að ég hafi ekki sent honum neitt... HALLÓ...tala við mig!! ekki kennarann. Ég sendi honum svo uppkastið og bíð eftir svari sem kom á mánudaginn... HALLÓ!! Fyrst kvartar hann yfir því að ég hafi ekki samband og svo er hann bara eitthvað að dúlla sér í tæpa viku að lesa 4 bls... fyrir utan að svara ekki þeim spurningum sem ég spyr hann :S Svo tala ég við hann á mánudaginn í símann og þá segir hann mér að ég sé sein... hvað er málið hvar er hann búinn að vera sl mánuði... arrgh... svo frétti ég frá kennaranum, sem á þessum tíma punkti er farinn að hjálpa mikið, að leiðbeinandinn sé að fara til USA á miðvikudagskvöld... ok... takk fyrir að segja mér þetta fyrr(ég fékk líka að vita að hann hefði verið í fríi um daginn, fínt að vita það svona eftir á) Svo kemur miðvikudagsmorgun og ég fæ e-mail um að hann sé að fara í flug þann morguninn... jahá... miðvikudagskvöld varð allt í einu að miðkikudagsmorgni... ok... what do to? Hann ætlar að lesa ritgerðina á leiðinni til USA og mun svo hafa samband, en hann er ekki farsímafær fyrr en í fyrramálið(fimmtudag) og svo kom husgun eftir samtalið "að mínum tíma eða hans tíma" því það skipti mjög miklu máli sérstaklega þar sem að ég veit ekki hvort að hann sé á austur ströndinni eða vestur eða þar á milli sem þýðir 6-9 tíma mismun.

Og núna er ég sem sagt að býða eftir að hann sendi mér eitthvað... spurning hvort að það verði fyrir kl 16 að mínum tíma eða ekki.

Þannig að ég hef ekki mikið annað að gera núna en að bíða...til kl 16:00 til að senda þetta inn.