13 maí 2007

Stokkhólmur

Ég fór til Stokkhólms á seinni part mánudags og kom aftur til Gautaborgar á miðvikudagskvöld. Ég var að skoða barnadeildina á heyrnarmiðstöðinni á spítalanum á Huddinge. Ég vissi nokkurn vegin ekki neitt hvað ég var að fara að gera þarna en það rættist mjög úr heimsókninni, ég var þarna í 2 daga og fékk að ég held heilmikið út úr þessu. Á þriðjudaginn þegar ég var búinn rölti ég um miðbæinn í Stokkhólm og gerði góða tilraun til að týnast þar sem að ég var ekki með neitt kort og vissi ekkert hvert ég var að labba, ég fann götuna sem ég var að leita að(verslunargötuna) og rölti þar um og hélt svo eitthvað áfram og beygði hér og þar og svo allt í einu þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir að ég var komin á götuna sem að ég bjó við, þvílík tilviljun. Eina málið var að ég var þar sem gatan byrjar en ég bjó á hinum endanum og þetta er frekar löng gata, ég rölti örugglega í hálftíma og allt í allt rölti ég um bæinn í 2,5 tíma.
Ég er svo búinn að vera að vinna í ritgerðinni og er búinn að fá að vita að ég á að verja ritgerðina 31. maí sem þýðir að ég þarf að vera búin að skrifa hana 24. maí... ég vona bara að það takist. 31. maí er fyrsti dagurinn sem við verjum ritgerðirnar og það þýðir að ég verð ein af þeim fyrstu... svo sem ágætt að vera búin að þessu. Ég hef þá líka lengri tíma til að laga það sem þarf mögulega að laga.
Ég var svo í grillpartýi í gær einhvers staðar sem maður getur kallað úti á landi, já þegar maður þarf að taka strætó í 30 og hluti af leiðinni er að maður sér bara tún og hesta, þá er maður komin upp í sveit hér... Ég get nú ekki sagt að ég hafi horft á mikið að Eurovision enda ekki alveg spennandi keppni. En við skemmtum okkur ágætlega í pratýinu og þetta hefði verið enn betra ef vissir hlutir hefðu ekki gerst en það er víst ekki hægt að "undo" vissa hluti.
Ég held að ég sé bara farin að hlakka til að fara heim í sumar og komast í burtu í smá stund.