28 október 2006

Helgi...jibbý

Loksins er þessi langþráða helgi komin... verst bara hvað hún er stutt :/
Ég var sem sagt í prófi í gær í áfanganum Pedagogik och psykologi i audiologisk rehabilitering eða í grófri þýðingu kennslu- og sálfræði í heyrnarfræðilegri endurhæfingu. Ég get nú ekki sagt að mér hafi gengið vel á prófinu þar sem að maður veit ekki almennilega hvað kennarinn er að sækjast eftir. En þetta voru svona ritgerðarspurningar þar sem möguleiki er á að maður misskilji spurningarnar gjörsamlega en í raun er ekkert beinlíns rangt svar þeas ef maður skilur spurninguna rétt. Við sjáum bara til hvernig mér gekk.... ég nenni bara ekki að taka þetta próf aftur.

Svo í gærkvöldi fór ég á tónleika þar sem Sandra og bandið hennar Moskvitsj var að spila, en það var rosalega flott hjá þeim. En fyrir þá sem ekki vita þá samanstendur þetta band af 80% íslendingum og 20% svía (en svíinn er kærasti Söndru). En tónleikarnir í gær voru samasettir af íslendingum, svíum og finnum. Ég dýrka að hlusta á finna tala sænsku þeir erum með svo skíran hreim... flestir. Eftir tónleikana var sett á almenn tónlist úr Ipod og við vorum að dansa og spjalla til 4.

Síðast liðina daga er búið að vera að tala um í fréttum að það væri að koma stormur hingað til Svíþjóðar og allir að hafa áhyggjur af þessum stormi sem átti að vera nóttina milli fimmtud. og föstudags. Það kom smá vindur og svo var þetta búið, í gærkvöldi var bara mjög gott veður.

Svo er ég að fara í blöndu af útskrifta og afmælispartý hjá íslendingi (Krissi) sem ég kannast aðeins við í gegnum Söndru.

Ég læt heyra í mér seinna.