Eitthvað stóð bloggfærslan á sér í gær... en hún á að vera komin inn núna.
Núna er klukkan komin yfir í vetrartíma svo það er bara klukkutíma munur á íslandi og svíþjóð... þvílíkur munur... :D
Partýið í gær var bara vel heppnað, 11 íslendingar, 4 svíar og einn finni. Auðvitað var farið í að kenna íslensku á staðnum og saman stóð það af misfögrum orðum.
Það er búið að rigna mikið síðustu daga en í dag er heiðskýrt og 8°C, ennþá hef ég ekki séð hitamælinn fara undir 7° svo þetta er langt haust. Ég hef verið að lesa nokkur blogg í morgun og það hljómar eins og veðrið á klakanum sé ekki alveg það sem maður óskar sér. Þessar bloggfærslur gera það að verkum að ég þakka fyrir það veður sem ég hef hér.
Annars ætla ég að koma mér fyrir fyrir framan sjónvarpið, setja Nonna og Manna í spilarann og fara að sauma krosssauminn minn. Já, ég ss stóð í því seinni part sumars að setja N&M á digitalform. Og fyrir ykkur sem þekkja samband mitt við N&M ... jájá hlægið bara... mér finnst þetta alla vegana mjög heimilislegt.