23 október 2006

Ýmislegt...

Lesa... lesa... lesa... já það er mikið að gera... og að mínu mati aðeins of mikið.
Og ofan á skólann þá er ég að hugsa fram og til bara um hvað ég ætti að gera næsta ár... og á einni viku er ég örugglega búin að vera í ca. 3 hringi með það... svo ég veit ekkert hvað ég að gera. Ef einhver hér í svíaríki gæti nú bara sagt mér að "þetta virkar svona" "þú getur valið að gera þetta svona eða hin segin" "þú getur athugað þarna til að sjá hvað þú hefur áhuga á"... og svona fleiri góðar upplýsingar en ekki "Farðu heim og hugsaðu þetta aðeins betur"... það er nefnilega erfitt að hugsa eitthvað lengra þegar manni vantar grundvallar upplýsingar...

Hrikalega verð ég fegin þegar þessi vikar er búin og prófið á föstudaginn er búið. En prófið mun innihalda eingöngu ritgerðarspurningar og ég get ekki sagt að það sé mín sterkasta hlið... síður en svo.

Mér finnst veðrið hérna mjög furðulegt... það er seinni partur október og það er 15° hiti, það var mun kaldara á þessum tíma í fyrra man ég, ég held að ég hafi séð minnst 7°. Laufin eru enn á trjánum og frekar græn.

Mig langar í bíó....
Mig langar að kíkja í heimsókn heim...

Ég hlakka til að komast í praktíkina eftir 3 vikur því þá get ég slappað af þegar ég kem heim á daginn og ekki hafa áhyggjur að þurfa að lesa e-ð eða gera e-ð verkefni.