08 júlí 2006

Lítið hefur verið og verður skrifað í sumar

Jæja ekki hefur ferðasagan komið enn... ég býst ekki við að hún komi nema í munnlegu formi. Þannig að þeir sem ekki hafa þegar heyrt hana, meiga biðja um hana á munnlegu formi... nenni ekki að skrifa hana niður.

Annars er ég búin að vera heima í 4 vikur núna og er að vinna hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands(HTÍ) fyrir þá sem ekki vita.

Ég ætla ekki að skrifa mikið hér í sumar, enda hef ég ekki nennt því hingað til.

Ég hætti að vinna 18. ágúst og fer út til Svíþjóðar aftur 20. eða 23. ágúst. Ég nenni ekki að taka ákvörðun um brottför alveg strax. Býst samt við að það verði 23.

Ef þið vitið ekki hvað ég er að bralla þessa dagana en hafði áhuga þá endilega hafið samband. Það er alltaf gaman að heyra í fólki sem maður hefur ekki heyrt í legni. Og auðvitað líka því fólki sem maður heyrir oft í. En jæja ég er hætt þessu núna... kem með eitthvað meira eftir ca. mánuð ;þ