15 ágúst 2008

Allt að gerast

Það er nú ýmislegt búið að gera síðan ég skrifaði síðast.
Það er reyndar ekki 100% búið að klára baðherbergið og enn vantar eldhúsborð.
Ég fór í 2 vikna sumarfrí fyrir verslunarmannahlegi, en það var lokað í vinnunni. Marie kom seinni vikuna og við keyrðum hringinn. En þar sem að hún hefur nú komið hingað áður þá gátum við sleppt ýmsu. En í grófum dráttum fórum við:
að Barna- og Hraunfossum
að Hvítserk
Jarðböðin
Hvala- og Reðursafn á Húsavík
Hljóðakletta
Ásbyrgi
Dettifoss
Seyðisfjörð
Skriðuklaustur(sáum gullhringinn)
Jökulsárlón
Upp á Svínafellsjökul
Skaftafell
Kirkjugólfið á K.b.klaustri
Kjölur
Hveravellir og í laugina
Sumó yfir Versló
Svo fór maður bara að vinna aftur eftir versló og Marie fór aftur heim.

Ég er svo búin að vera að skoða íbúðir í sumar, held að ég sé andlega flutt heim. Nenni ekki út í þetta skiptið, er alltaf að fá nýjar upplýsingar útaf skólanum en þær nýjustu eru jákvæðastar. Er sem sagt að fara að skrifa ritgerð núna í haust en hún verður klárum í vor þar sem að ég er í skólanum samhliða.
En aftur að íbúðarkaupum... "ég" var að gera tilboð í íbúð í Ofanleiti en það gildir til mánudags í hádeginu...

Hvernig væri það að verða íbúðareigandi... Ég er bara farin að hlakka til að flytja heim og í mína eigin íbúð... kúúúúlll.... ;P

Svo lítur út að ég sé að fara út í kringum 10 sept ekki 31. ágúst eins og planað var. En ég er á biðlista í kúrs sem að byrjar 3. sept svo ég veit ekkert fyrr en í fyrstalagi 4. sept hvort ég komist inn.
Svo eins og hlutirnir líta út núna get ég komið heim í byrjun des...laaangt jólafrí... ekki hægt að kvarta.

Svo tókst manni að verða kvartsaldar um daginn... fyrir þá sem það fór fram hjá :Þ

En jæja ég nenni ekki að skrifa meira... sjáum til hvort næstu skrif verða á klakanum eða í Gbg.