14 október 2008

Íbúð

"Ég" fékk íbúðina afhenta í gær. Mamma og pabbi hringdu í mig seinni partinn í gær og sögðu mér að þau væru búin að taka við íbúðinni. Pabbi tók nokkrar myndi fyrir mig, læt þær fylgja hér:



Annars er nóg að gera í skólanum. Á að skila 3 verkefnum í 2 kúrsum áður en ég fer heim. Eitt verkefnið var aðeins stærra en ég bjóst við svo getur verið að ég fái að skila einu aðeins seinna inn þar sem að kennarinn minn hefur skilning fyrir því að ég gat ekki lært mikið í sambandi við jarðarförina.

Annars er það allt búið í bili, eða í biðstöðu eins og er. Ættingjarnir þrufa að fá eitthvað til að skrifa undir til að samþykkja erfðarskrána. Biðin eftir arfinum gæti tekið allt að 6 mánuði. Stundum pæli ég í því hvað þetta hefði verið mikið vesen ef ég hefði ekki verið hérna úti. Alltaf gott að geta hjálpað til.

Í sambandi við þetta fjármálavesen heima þá finn ég alveg hvað ég hugsa um að spara eins mikið og ég bara get. Hef til dæmis bara keypt matvörur(sparlega samt) og lestarmiða, þar sem að ég þarf jú að fara til Lundar reglulega. Það er alveg hægt að spara ef maður vill ;)