04 nóvember 2008

Búin að kíkja á klakann

Það var fínt að kíkja heim og þurfa ekki að hafa áhyggjur af hvort að maður ætti fyrir mat eða ekki.
Í staðinn lenti maður í því að get ekki keypt eitthvað því það var ekki til gjaldeyrir til að losa vöruna út úr tolli. Maður spreðar þá ekki á meðan.

Svo fór ég auðvitað í bankana til að ná mér í pening. Fór og athugaði með gamla reikninga sem ég hef ekki snert í fjölda ára, ss eing og skírnargjöf frá afa, hún hafði margfaldast aðeins :) Gott að gera reddað sér gjaldeyri.

Ég fór svo með peningana i bankann áðan, ekki eins auðvelt og ég bjóst við. Það er nefnilega þannig að það er bara hægt að taka út og setja inn pening til kl 15 en ég var þarna stuttu eftir 16. Reyndar er ný búið að opna nýtt útibú rétt hjá sem getur tekið á móti seðlum allan opnunartímann. Veit ekki hvað íslendingar myndu segja ef þeir mættu ekki taka út eða leggja inn pening eftir kl 15 þó bankinn sé opinn til kl 19. Þetta minnir mig nú á sum pósthúsin hér, en þau eru staðsett inni í sjoppum þar sem sama afgreiðslufólkið vinnur við bæði. Þrátt fyrir það opnar pósthlutinn klukkutíma seinna og lokar klukkutíma fyrr.
Þegar ég kom svo í rétta bankann spurði gjaldkerinn mig hvort ég vildi ekki taka frá smá pening mánaðarlega til að spara, sem ég afþakkaði kurteisislega. Þá spurði hún mig hvort ég væri alveg viss sem ég taldi mig vera. Þá sagði hún: svona 1-200 kr á mánuði, þá var mín orðin létt pirruð á þessum uppáþrengingum og sagðist þurfa á öllum þessum peningum að halda.

Annars var bara fínt heima, mjög fínt veður flesta daga. Mér tókst líka að hitta óvenju marga. Lærði aðeins minna en ég ætlaði mér en ég var undirbúin undir það.
Ég kíkti í íbúðina mína, en hún er í útleigu þanngað til að ég kem heim, svo ég gat ekkert unnið í að laga það sem þarf. Geri það bara um páskana í staðinn.
Svo var jarðsetningin hjá frænda mínum, sem bjó hérna í Gautaborg, á sl. föstudag. Lítil og fín athöfn í kirkjugarðinum og svo var kaffi heima. Hitti fullt af ættingjum sem ég kannast ekki við að hafa séð og líka aðra sem ég hef ekki séð síðan amma dó.

Ég komst svo að því í gær að Icelandair er farið að selja matinn í vélunum, við litla hrifningu mína. En þessi nýji skjár í sætunum er alveg fínt, miklu auðveldara að velja sér tónlist, svo er hægt að velja um 2 myndir og nokkra þætti.

Það er verið að setja upp jólaskraut um alla borg, sem betur fer er ekki búið að kveikja. Mér finnst annars þessi tími mjög fínn þegar jólaljósin lýsa upp haustmyrkrið.

Og svo í lokinn ætla ég að láta ykkur vita að ég kem aftur heim 12. des og verð til 12 jan, ekki amalegt.
Later.