Ég fór með Guðrúnu og Tryggva til Ullared í gær. Það er lítill bær í klukkutíma akstri frá Gautaborg. En þar er strórt vöruhús sem er mjög ódýrt, selur nánast allt milli himins og jarðar. Þetta er svona eins og Hagkaup í Skeifunni bara MIKLU stærra og muuun ódýrara. En það er 20.000 fermetrar og það eru 60 afgreiðslukassar, sem allir voru í notkunn í gær.
Við kannski völdum ekki beint besta tímann til að fara niðureftir. Þegar við mættum á svæðið var röð inn og það tók okkur smá tíma að komast á endann á röðinni. En ég er búin að reikna út að hún hafi verið ca. 650 metrar. Við vorum í röðinni í 1 klukkutíma og 15 mín. Svo vorum við inni í búinni í tæpa 5 tíma. Get ekki sagt annað en að við vorum ágætlega uppgefin þegar við vorum búin.
Fólk fólk var að fara inn með 2-3 kerrur og komu út með þær alveg stút fullar. Við vorum 3 saman með eina kerru ;P
Ég læt fylja með mynd af svæðinu:
Gult= röðin
Rautt= vöruhúsið
blárr= þar sem við fundum stæði