Núna er ég búin með Lund í bili, á bara eftir að klára heimprófið (sem er aðeins meira trikkí en ég bjóst við) og senda það inn.
Ég skrapp til Köben á miðvikudaginn og kíkti í heimsókn í eitt heyrnartækjafyrirtæki, nafna mín í vinnunni sem líka býr hérna í Gbg kom með mér. Það var mjög gaman að koma í heimsókn. Sá sem við hittum fór með okkur í gegnum það nýjasta hjá þeim, þannig að núna vitum við eitthvað sem þær á HTÍ vita ekki ;P
Við kíktum svo í TIVOLI, mjög fínt að rölta þar í gegn. Keyptum ekkert enda ekki skemmtilegt að margfalda með 23. Mér finnst reyndar Liseberg aðeins meira kósý og kannski aðeins skipulagðra... kannski bara að því að ég þekki aðeins meira til í Liseberg.
Ég gisti svo hjá Karól. Mjög gaman að hitta hana, það er nú ekki oft sem að maður hittir vinkonur sínar þegar maður býr svona í útlöndum.
Svo fór ég til Lundar á fimmtudagsmorguninn. Ég er mjög fegin að þurfa ekki að fara þanngað aftur í bili, komin með nóg af þessu flakki.
Annars fer að styttast í jólaheimsóknina. Kem heim 12 des og verð til 12 jan. Þarf reyndar eitthvað að læra á þessu tímabili en það er allt í lagi, nægur tími.
Svo þarf ég að fara að hugsa enn meira hvenær ég á að flytja heim. Gæti trúað að það verði fyrr en seinna, sérstaklega þar sem að leigan hefur hækkað svo mikið þegar maður reiknar í íslenskum. Væri nánast til í að flytja í herbergi einhvers staðar.
Jæja ég er farin aftur að læra.