Þá er ég búin að vera með 2 Eurovision partý, bæði frekar róleg þar sem það eru próf og verkefna skil þessa dagana og allir þurfa að læra. En það er fínt að taka smá pásu og hittast til að horfa á þessa vitleysu sem er alltaf jafn skemmtileg :P Fyrir okkur skipti mestu máli að svíarnir væru með færri stig :P
Ég fór svo í magaspeglun í morgun. Mátti ekki borða í 6 tíma fyrir og einn tíma á eftir. Ég var búin að skoða þetta aðeins á netinu og tala við pabba um þetta en hann fór í þetta fyrir nokkrum árum. Var smá stressuð þar sem komið hefði fram að maður fengi slóvgandi, var líka búin að setja Öllu á bakvakt ef ég myndi þurfa einhverja fylgd heim. En svo þegar húkkan fór að útskýra fyrir mér hvernig þetta færi fram þá varð mér ljóst að ég yrði glaðvakandi á meðan :/ get ekki sagt að mér hafi liðið betur. Var deyfð í hálsinum þannig að það var erfitt að kingja og svo var slöngunni sem er ca. 1 cm í þvermál stingið niður í hálsinn. Mjög skrítin tilfinning að finna fyrri einhverju hreyfast í maganum. Æ þetta var bara frekar ógeðslegt en sem betur fer tók þetta fljótt af en manni finnst samt tíminn vera endalaus.
Læknirinn sagði að efra maga-opið lokaðist ekki nægilega og þess vegna kæmist magasýran upp í vélindað og það útskýrði afhverju ég væri rauð við magaopið. Svo sagði hann að ég væri með "reflux" eða bakflæði á íslensku. Mín fyrsta hugsun var: "nei er það virkilega!!" Jæja þá er sú greining komin... svo fæ ég einhverjar sterkari töflur.
Ég hef ennþá tilfinningu fyrir slöngunni í hálsinum og maganum... jakk
Jæja þá er bara að halda áfram að læra... heimkoma eftir 9 daga :þ
26 maí 2008
19 maí 2008
heimsóknir
Magga og Anna Sigga, vinkona hennar, komu í heimsókn á þriðjudaginn. Ég rölti aðeins með þeim um bæinn á miðvikudaginn þar sem að ég nennti ekki að læra, pressan ekki nógu mikil. Við kíktum svo í Liseberg um kvöldið, með fleirum, sem var mjög fínt, þrátt fyrir að ég hafi ekki farið í nein tæki nema litla parísarhjólið. Svo á fimmtudaginn fórum við í draugagöngu hér við Kronhusbodarna þar sem ég bý, en það voru "draugar" sem sögðu okkur aðeins söguna um Gautaborg fyrr á öldum. Eftir það fórum við 3 út að borða með Ragnari, Peter og Emeliu(kærustu Peters). Peter og Emelia fóru heim frekar snemma en við héldum áfram. En þar sem að ég var ekki með magatöflurnar mínar með mér og átti eftir að pakka fyrir helgina þá ákvað ég að fara ekkert á fyllerí en Magga, Anna og Ragnar héldu sko ekkert aftur að sér. Ég fór svo heim eitthvað í kringum 3 og þau komu svo öll til mín kl hálf 5 til að sofa, vel hress :)
Svo á föstudaginn tók ég lest til Karlskrona til að heilsa upp á Marie um helgina. Mér tókst að verða eitthvað kvefuð á leiðinni þannig að ég var ekki sú hressasta. Ég held að ég hafi eitthvað ofnæmi fyrir þessum stað þar sem að ég var líka eitthvað slöpp síðast þegar ég var í heimsókn.
Við fórum út að borða á laugardagskvöldið og pöntuðum okkur rif, svo þegar þau komu voru þau geðveikt þykk. Hnussu kjötlag á þeim en maður ákvað nú að sætta sig við þetta en svo komumst við allt í einu að því að þau voru ísköld í miðjunni. Ákváðum að fá okkur eitthvað annað og þegar við vorum búnar að ákveða okkur sagði þjónustustúlkan okkur frekar að fá okkur það dýrasta á matseðlinum, því við þyrftum bara að borga fyrir það sem við pöntuðum fyrst, og það var nautafile. Og auðvitað gerðum við það. Við vorum búnar að fá okkur forrét, þannig að við borðuðum forrétt, 2drykki og nautasteik fyrir 260 sek... sem er mjög vel sloppið.
Svo fór ég heim til Gautaborgar í morgun og þegar lestin var búin að keyra í 1,5 tíma af 4,5 þá var tilkynnt að klósettin væru biluð, eitthvað í samband við að þau hefði ekki verið tæmd eins og átti. Svo var okkur boðið upp á að fara á klósettið á 2 stöðum á leiðinni en ég held að flestir hafi náða að halda í sér þannig að lestin var ekki sein... mjög gaman
Þegar ég kom heim áðan sagði Alla mér að þau hefðu nokkur ákveðið að hafa partý hjá mér á fimmtudag og laugardag, ég er víst með stærsta sjónvarpið og stærstu íbúðina. Ég gat auðvitað ekki sagt nei. Þannig að núna er komin pressa á að læra og klára þessu 2 verkefni sem ég á að skila á föstudaginn... spennó...
Svo á föstudaginn tók ég lest til Karlskrona til að heilsa upp á Marie um helgina. Mér tókst að verða eitthvað kvefuð á leiðinni þannig að ég var ekki sú hressasta. Ég held að ég hafi eitthvað ofnæmi fyrir þessum stað þar sem að ég var líka eitthvað slöpp síðast þegar ég var í heimsókn.
Við fórum út að borða á laugardagskvöldið og pöntuðum okkur rif, svo þegar þau komu voru þau geðveikt þykk. Hnussu kjötlag á þeim en maður ákvað nú að sætta sig við þetta en svo komumst við allt í einu að því að þau voru ísköld í miðjunni. Ákváðum að fá okkur eitthvað annað og þegar við vorum búnar að ákveða okkur sagði þjónustustúlkan okkur frekar að fá okkur það dýrasta á matseðlinum, því við þyrftum bara að borga fyrir það sem við pöntuðum fyrst, og það var nautafile. Og auðvitað gerðum við það. Við vorum búnar að fá okkur forrét, þannig að við borðuðum forrétt, 2drykki og nautasteik fyrir 260 sek... sem er mjög vel sloppið.
Svo fór ég heim til Gautaborgar í morgun og þegar lestin var búin að keyra í 1,5 tíma af 4,5 þá var tilkynnt að klósettin væru biluð, eitthvað í samband við að þau hefði ekki verið tæmd eins og átti. Svo var okkur boðið upp á að fara á klósettið á 2 stöðum á leiðinni en ég held að flestir hafi náða að halda í sér þannig að lestin var ekki sein... mjög gaman
Þegar ég kom heim áðan sagði Alla mér að þau hefðu nokkur ákveðið að hafa partý hjá mér á fimmtudag og laugardag, ég er víst með stærsta sjónvarpið og stærstu íbúðina. Ég gat auðvitað ekki sagt nei. Þannig að núna er komin pressa á að læra og klára þessu 2 verkefni sem ég á að skila á föstudaginn... spennó...
11 maí 2008
Ströndin...
Við fórum nokkur saman á ströndina í gær, eða 9 saman, 4 stelpur og 5 strákar. Strákarnir ætluðu að vera rosalega harðir af sér og fóru í sjóinn en það heyrðust píkiskrækir í þeim langt upp á land. Á meðan voru börn að leika hliðina á þeim í sjónum eins og ekkert væri.
Við vorum þarna í nokkra klukkutíma og tókst að fá bara ágætis brúnnku eða á maður að kalla þetta bruna :Þ
Ég væri alveg til í að gera þetta aftur enda auðvelt að komast þanngað.
Síðan um kvöldið var ég með smá partý sem heppnaðist bara vel. Frekar rólegt en það var allt í lagi.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá partýinu hér svo setti ég líka inn ýmsar myndir frá því í vetur hér
Við vorum þarna í nokkra klukkutíma og tókst að fá bara ágætis brúnnku eða á maður að kalla þetta bruna :Þ
Ég væri alveg til í að gera þetta aftur enda auðvelt að komast þanngað.
Síðan um kvöldið var ég með smá partý sem heppnaðist bara vel. Frekar rólegt en það var allt í lagi.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá partýinu hér svo setti ég líka inn ýmsar myndir frá því í vetur hér
09 maí 2008
Sól og skóli eiga ekki saman...
Það var bara stemning hjá Öllu þarna um daginn. Við vorum ca 20 manns, horfðum fyrst á skrúðgönguna og fórum svo og skemmtum okkur í íbúðinni hjá Öllu fram á rauða nótt.
Það er búið að vera mjög gott veður hérna undanfarði eins og ég hef kannski nefnt áður. Myndin er tekin seinnipartinn í dag, út um gluggan hjá mér. Er um að plana að fara á ströndina á morgun og liggja í sólbaði... kvarta ekki yfir þessari hugmynd. Og svo ætla ég að vera með smá partý um kvöldið.
Ég er búin að vera að fara yfir verkefni hjá einni sem er með mér í kúrsinum sem ég er að taka í fjarnámi frá Stokkhólmi, en það er sem sagt liður í verkefninu að gagnrýna annara verkefni. Vá ég hef aldrei séð jafn slæmt verkefni. Viðfangsefnið er alveg áhugavert þótt ekki sé mikið til af upplýsingum, sem er engin afsökun þar sem að við völdum okkur viðfangsefni sjálf. En ritgerðin er nánast öll eða minnst 90% copy/paste af heimildunum. Fyrir utan að það er lítið samhengi í málsgreinunum þar sem setningarnar eru teknar héðan og þaðan. Þetta er einn stærsti heimildastuldur sem ég hef orðið vitni af... vááááá...
Síðan er eitt mjög sniðugt.*hóst* En pabbi er með gervihnatta sjónvarp héðan í gegnum mig, eða það er að segja ég er áskrifandi af gervihnatta sjónvarpi hér. Svipað og ADSL sjónvarp Símans og Digital Ísland. En þar sem að ég er búin að vera kúnni svo lengi þá var hring í mig um daginn til að bjóða mér auka móttakara fyrir smá upphæð á mánuði. Ég sagðist ætla að ræða þetta við fleiri á heimilinu fyrst, þannig að þeir ætluðu að hringja seinna.
Síðan í gær, þegar ég var í skólanum, hringdu þeir fyrst kl 9:30 og ég skellti á og setti á silent, þar sem ég var í hópavinnu. Stuttu seinna hringdu þeir aftur og síminn fór auðvitað að titra og ég lét hringja út. Þeir skildu greinilega ekki hintið þannig að þeir hringdu 4-5 sinnum fyrir kl 11 og svo 2 milli 11 og 14. Síðan heyrði ég ekki í símanum þegar þeir hringdu kl 16:35 en þá var ég að koma heim. En þeir hringdu ekki aftur. Og hafa ekkert hringt í dag heldur. Ég meina það þetta trekt lið.
Það er búið að vera mjög gott veður hérna undanfarði eins og ég hef kannski nefnt áður. Myndin er tekin seinnipartinn í dag, út um gluggan hjá mér. Er um að plana að fara á ströndina á morgun og liggja í sólbaði... kvarta ekki yfir þessari hugmynd. Og svo ætla ég að vera með smá partý um kvöldið.
Ég er búin að vera að fara yfir verkefni hjá einni sem er með mér í kúrsinum sem ég er að taka í fjarnámi frá Stokkhólmi, en það er sem sagt liður í verkefninu að gagnrýna annara verkefni. Vá ég hef aldrei séð jafn slæmt verkefni. Viðfangsefnið er alveg áhugavert þótt ekki sé mikið til af upplýsingum, sem er engin afsökun þar sem að við völdum okkur viðfangsefni sjálf. En ritgerðin er nánast öll eða minnst 90% copy/paste af heimildunum. Fyrir utan að það er lítið samhengi í málsgreinunum þar sem setningarnar eru teknar héðan og þaðan. Þetta er einn stærsti heimildastuldur sem ég hef orðið vitni af... vááááá...
Síðan er eitt mjög sniðugt.*hóst* En pabbi er með gervihnatta sjónvarp héðan í gegnum mig, eða það er að segja ég er áskrifandi af gervihnatta sjónvarpi hér. Svipað og ADSL sjónvarp Símans og Digital Ísland. En þar sem að ég er búin að vera kúnni svo lengi þá var hring í mig um daginn til að bjóða mér auka móttakara fyrir smá upphæð á mánuði. Ég sagðist ætla að ræða þetta við fleiri á heimilinu fyrst, þannig að þeir ætluðu að hringja seinna.
Síðan í gær, þegar ég var í skólanum, hringdu þeir fyrst kl 9:30 og ég skellti á og setti á silent, þar sem ég var í hópavinnu. Stuttu seinna hringdu þeir aftur og síminn fór auðvitað að titra og ég lét hringja út. Þeir skildu greinilega ekki hintið þannig að þeir hringdu 4-5 sinnum fyrir kl 11 og svo 2 milli 11 og 14. Síðan heyrði ég ekki í símanum þegar þeir hringdu kl 16:35 en þá var ég að koma heim. En þeir hringdu ekki aftur. Og hafa ekkert hringt í dag heldur. Ég meina það þetta trekt lið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)