Vá ég er ekkert búin að skrifa hér í langan tíma... ég hélt að það væri kannski vika síðan ég skrifaði síðast en úps!! nei það eru 2 vikur...
Ég er sem sagt að fara að flytja á mánudaginn(2.okt) og mig hlakkar alveg ótúlega mikið til. Mamma og Pabbi ætla að koma og hjálpa mér að flytja, en mamma var alveg á því að þegar ég myndi fá íbúð þá kæmi hún og hjálpaði mér að innrétta. Þau koma á laugardaginn og svo verður líklegast farið í IKEA á sunnudaginn í ýmislegt keypt og skoðað og auðvitað klárað að pakka því sem á eftir að pakka. En þegar ég var í köben fyrir 2 vikum þá var enginn tími til að verlsa svo ég fékk þá frábæru hugmynd að hitta þau í Köben... fara að verlsa og keyra svo upp til Gautaborgar. Það er nefnilega miklu meira úrval í Köben en hér.
Núna er ég að reyna að koma mér í að annað hvort læra fyrir prófið á morgun eða að pakka... ég held að ég reyni alla vegana að læra eitthvað fyrst því ég hef meiri tíma til að pakka. Og fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því þá á ég mjög erfitt með að pakka........
Ég get ekki lofað að blogga áður en ég flyt...
28 september 2006
14 september 2006
Mikið að gera
Það verður mikið að gera hjér mér næstu daga. Á morgun er ég að fara að leiðbeina 3ja annar nemum en þeir eru að fara að heyrnarmæla fyrsta alvöru sjúklinginn sinn, ég man alveg hve stressuð ég var í fyrra. En núna er ég engan vegin stressuð enda búin að vera að ræða við og mæla "sjúklinga" í allt sumar.
Eftir það tek ég lest til Köben þar sem að ég hitti mömmu og pabba á flugvellinum. Svo á laugardagsmorgun kemur fjölskyldan frá US, Chris, Carol, Lee og Jack. Ég hef ekki séð Carol og strákana síðan páskana '04 en þeir eru víst annsi breyttir.
Svo mun ég fara með þau 4 til Gautaborgar á sunnudaginn en m&p fara heim. Svo hef ég mánudag og þriðjudag til að sýna þeim "heimaborga". Þarf reynar að komast á fyrirlestur á þriðjudag en ég veit hvað ég ætla að láta þau gera á meðan. Þau fara svo með lest um kvöldmatarleitið á þriðjudag.
Og þar sem að ég er komin með íbúð þá ætlar mamma að koma með nokkur búsáhöld sem að ég á heima en hef ekki komið með hingað út... kannski aðalega vegna lítils pláss í tösku :þ
En tími til að koma sér í rúmið, langur dagur á morgun.
Eftir það tek ég lest til Köben þar sem að ég hitti mömmu og pabba á flugvellinum. Svo á laugardagsmorgun kemur fjölskyldan frá US, Chris, Carol, Lee og Jack. Ég hef ekki séð Carol og strákana síðan páskana '04 en þeir eru víst annsi breyttir.
Svo mun ég fara með þau 4 til Gautaborgar á sunnudaginn en m&p fara heim. Svo hef ég mánudag og þriðjudag til að sýna þeim "heimaborga". Þarf reynar að komast á fyrirlestur á þriðjudag en ég veit hvað ég ætla að láta þau gera á meðan. Þau fara svo með lest um kvöldmatarleitið á þriðjudag.
Og þar sem að ég er komin með íbúð þá ætlar mamma að koma með nokkur búsáhöld sem að ég á heima en hef ekki komið með hingað út... kannski aðalega vegna lítils pláss í tösku :þ
En tími til að koma sér í rúmið, langur dagur á morgun.
12 september 2006
Loksins...
jæja eftir rúmlega ársbið þá fékk ég loksins íbúð og af þeim völdum er ég alveg í skýjunum. Hún er alveg niðri í miðbæ, svona 101 dæmi. Þetta er í gamla bænum, rétt við síkið, en húsið var samt byggt 2004. Ég hef ekki séð íbúðina sjálfa ennþá en stigagangarnir eru mjög fínir og allt mjög hreinlegt. Ég fæ að flytja 1. okt... mögulega 1-2 dögum áður. Ég var eiginlega búin að útiloka að ég fengi þessa íbúð en svo bara allt í einu lá bréf í póstkassanum og viti menn... Þannig að það eru bar rúmar 2 vikur þanngað til að ég flyt. Ég þarf bara að plata nokkra til að hjálpa mér væri gott að hafa 1-2 stráka upp á rúmið annars er þetta ekki mikið að flytja, býst við að komast með allt í einni ferð. En það verður tómlegt í íbúðinni fyrst um sinn þar sem það eru ekki nein húsgögn innifalin eins og ég hef núna en þá er bara að fara í IKEA og versla en það verður að vera eitthvað sem ég get hugsað mér að eiga til frambúðar og flytja með heim.
Annars er bara allt ágætt að frétta... ég er að fara á söngleikinn Cats á morgun í Gautaborgar Operunni en þetta er afmælisgjöf frá Marie, hlakka mikið til :)
Og að heilsunni er það að frétta að lyfjakúrinn kláraðist á sunnudag, mér fannst ég svo versna aftur í gær. En í dag var ég ekki með neina verki eins og þá sem hafa verið að bögga mig sl vikur. En ég er ennþá nefmælt sem er auðvitað frekar þreytandi og svo var ég komin með í hálsinn í morgun en ég vona áð ég nái því úr mér fljótlega.
Annars er bara allt ágætt að frétta... ég er að fara á söngleikinn Cats á morgun í Gautaborgar Operunni en þetta er afmælisgjöf frá Marie, hlakka mikið til :)
Og að heilsunni er það að frétta að lyfjakúrinn kláraðist á sunnudag, mér fannst ég svo versna aftur í gær. En í dag var ég ekki með neina verki eins og þá sem hafa verið að bögga mig sl vikur. En ég er ennþá nefmælt sem er auðvitað frekar þreytandi og svo var ég komin með í hálsinn í morgun en ég vona áð ég nái því úr mér fljótlega.
07 september 2006
Kabúmm... eða svona næstum því
Jæja það gerðist eitthvað í gær.... ég var heima og svo allt í einu fann ég að var orðin betri, það var eiginlega furðulegt hvað þetta geriðst hratt. Svo var ég ágæt í skólanum í morgun en þegar leið á fyrirlesturinn var ég farin að þreytast og fá þennan skemmtilega höfuðverk. Allt skánaði þetta nú þegar ég koma heim og ég til og með fékk löngun til að elda mat og borða eitthvað gott en það hefur ekki gerst sl vikur. Þannig að ég held að ég sé að skána mjög mikið, kinnholurnar eru ennþá frekar aumar en að kemur og fer.
Svo var ég rosalega dugleg að þvo í dag sem var löngu orðin þörf. Ég held að ég þurfi að losa mig við einhvern fattnað sem ég hef ekki notað í langan tíma. Ég veit ekki hvort ég á að koma þessu heim að bara láta þetta hverfa... Mér finnst eins og ég hafi ekkert pláss í fataskápnum þó að hann sé nú frekar stór :S
Svo var ég rosalega dugleg að þvo í dag sem var löngu orðin þörf. Ég held að ég þurfi að losa mig við einhvern fattnað sem ég hef ekki notað í langan tíma. Ég veit ekki hvort ég á að koma þessu heim að bara láta þetta hverfa... Mér finnst eins og ég hafi ekkert pláss í fataskápnum þó að hann sé nú frekar stór :S
05 september 2006
Af kinnholubólgu og lyfjum...
Önnur skólavikan byrjuð og þriðja vika í kvefi að byrja.... Athygli mín í skólanum er svona miðað við ástand. Lyfin virðast hafa einhver áhrif á mig þannig að ég fer svolítið út úr heiminum. Tók eftir því á laugardagskvöldið þegar ég og Gauti vorum í mat hjá Öllu, og við vorum að spila að ég var ekki alveg með á nótunum þó að spilin hafi ekki verið flókin, skíta kall og kankan. Sama var uppi á teningnum þegar við vorum að spila hjá Ragnari á sunnudagskvöldið, setti t.d. -11 stig á alla röðina og einnig á þann sem sat hjá þá umferðina....
Í skólanum finn ég að ég heyri allt sem kennarinn segir en það virðist ekki festast nógu vel og stundum dett ég hreinlega alveg út. Það skrýtnasta er að þegar tíminn er að verða búinn þá skána ég alltaf.
Það mætti halda að maður væri á einhverju fylleríi hérna.
Svo ef einhver er tilbúinn til að skipta um höfuð í nokkra daga þá er það vel þegið, að þeim kröfum að það höfuð sé ekki með illt í kinnholunum, illt í gagnaugunum, ekki með þrýstinga á tennur í efri gómi og að því fylgi ekki nefmæli.
Svo er málið að vakna snemma í fyrramálið og kjósa, alla vegana að gera aðra tilraun. Það virkaði ekki síðast, mögulega vegna þess að tölvan mín var ekki stillt á rétt tímabelti. Það má alla vegna gera aðra tilraun.
Við Íslendigar er auðvitað létt klikkuð en að það er allt í lagi... það er ekkert gaman að vera eins og aðrir.
Í skólanum finn ég að ég heyri allt sem kennarinn segir en það virðist ekki festast nógu vel og stundum dett ég hreinlega alveg út. Það skrýtnasta er að þegar tíminn er að verða búinn þá skána ég alltaf.
Það mætti halda að maður væri á einhverju fylleríi hérna.
Svo ef einhver er tilbúinn til að skipta um höfuð í nokkra daga þá er það vel þegið, að þeim kröfum að það höfuð sé ekki með illt í kinnholunum, illt í gagnaugunum, ekki með þrýstinga á tennur í efri gómi og að því fylgi ekki nefmæli.
Svo er málið að vakna snemma í fyrramálið og kjósa, alla vegana að gera aðra tilraun. Það virkaði ekki síðast, mögulega vegna þess að tölvan mín var ekki stillt á rétt tímabelti. Það má alla vegna gera aðra tilraun.
Við Íslendigar er auðvitað létt klikkuð en að það er allt í lagi... það er ekkert gaman að vera eins og aðrir.
01 september 2006
Lasarus
Í morgun þegar ég vaknaði var ég búin að gefast upp fyrir þessu kvefi og tók þá ákvörðun að fara til læknis. Ég hringdi á heilsugæslustöðina og fékk tíma seinni part dags. Ég fékk sem sagt stimpilinn "LASIN" hjá lækninum, greining: kinnholubólga, lausn: pensilínkúr í 10 daga slímhimnulosandi töflur... Svo gekk ég þaðan út með þennan líka flotta ósýnilega e-lyfseðil, sem að er svo sniðugur að upplýsingarnar fara beint gagnagrunn hjá Apótekinu. Svo ég tók stefnuna á Apótekið og fjárfesti í þessum lyfjum.
Ég er nú alveg klár á því að ef maður fer til læknis þá verður maður bara veikari. Þá hefur maður líka fengið heimild til að líta út fyrir að vera lasin og meiglaður.
En ég ætla að vona að þessu lyf hafi áhrif og ég skáni eitthvað yfir helgina.
Ég er nú alveg klár á því að ef maður fer til læknis þá verður maður bara veikari. Þá hefur maður líka fengið heimild til að líta út fyrir að vera lasin og meiglaður.
En ég ætla að vona að þessu lyf hafi áhrif og ég skáni eitthvað yfir helgina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)