01 september 2006

Lasarus

Í morgun þegar ég vaknaði var ég búin að gefast upp fyrir þessu kvefi og tók þá ákvörðun að fara til læknis. Ég hringdi á heilsugæslustöðina og fékk tíma seinni part dags. Ég fékk sem sagt stimpilinn "LASIN" hjá lækninum, greining: kinnholubólga, lausn: pensilínkúr í 10 daga slímhimnulosandi töflur... Svo gekk ég þaðan út með þennan líka flotta ósýnilega e-lyfseðil, sem að er svo sniðugur að upplýsingarnar fara beint gagnagrunn hjá Apótekinu. Svo ég tók stefnuna á Apótekið og fjárfesti í þessum lyfjum.

Ég er nú alveg klár á því að ef maður fer til læknis þá verður maður bara veikari. Þá hefur maður líka fengið heimild til að líta út fyrir að vera lasin og meiglaður.

En ég ætla að vona að þessu lyf hafi áhrif og ég skáni eitthvað yfir helgina.