05 september 2006

Af kinnholubólgu og lyfjum...

Önnur skólavikan byrjuð og þriðja vika í kvefi að byrja.... Athygli mín í skólanum er svona miðað við ástand. Lyfin virðast hafa einhver áhrif á mig þannig að ég fer svolítið út úr heiminum. Tók eftir því á laugardagskvöldið þegar ég og Gauti vorum í mat hjá Öllu, og við vorum að spila að ég var ekki alveg með á nótunum þó að spilin hafi ekki verið flókin, skíta kall og kankan. Sama var uppi á teningnum þegar við vorum að spila hjá Ragnari á sunnudagskvöldið, setti t.d. -11 stig á alla röðina og einnig á þann sem sat hjá þá umferðina....
Í skólanum finn ég að ég heyri allt sem kennarinn segir en það virðist ekki festast nógu vel og stundum dett ég hreinlega alveg út. Það skrýtnasta er að þegar tíminn er að verða búinn þá skána ég alltaf.

Það mætti halda að maður væri á einhverju fylleríi hérna.

Svo ef einhver er tilbúinn til að skipta um höfuð í nokkra daga þá er það vel þegið, að þeim kröfum að það höfuð sé ekki með illt í kinnholunum, illt í gagnaugunum, ekki með þrýstinga á tennur í efri gómi og að því fylgi ekki nefmæli.

Svo er málið að vakna snemma í fyrramálið og kjósa, alla vegana að gera aðra tilraun. Það virkaði ekki síðast, mögulega vegna þess að tölvan mín var ekki stillt á rétt tímabelti. Það má alla vegna gera aðra tilraun.
Við Íslendigar er auðvitað létt klikkuð en að það er allt í lagi... það er ekkert gaman að vera eins og aðrir.