12 september 2006

Loksins...

jæja eftir rúmlega ársbið þá fékk ég loksins íbúð og af þeim völdum er ég alveg í skýjunum. Hún er alveg niðri í miðbæ, svona 101 dæmi. Þetta er í gamla bænum, rétt við síkið, en húsið var samt byggt 2004. Ég hef ekki séð íbúðina sjálfa ennþá en stigagangarnir eru mjög fínir og allt mjög hreinlegt. Ég fæ að flytja 1. okt... mögulega 1-2 dögum áður. Ég var eiginlega búin að útiloka að ég fengi þessa íbúð en svo bara allt í einu lá bréf í póstkassanum og viti menn... Þannig að það eru bar rúmar 2 vikur þanngað til að ég flyt. Ég þarf bara að plata nokkra til að hjálpa mér væri gott að hafa 1-2 stráka upp á rúmið annars er þetta ekki mikið að flytja, býst við að komast með allt í einni ferð. En það verður tómlegt í íbúðinni fyrst um sinn þar sem það eru ekki nein húsgögn innifalin eins og ég hef núna en þá er bara að fara í IKEA og versla en það verður að vera eitthvað sem ég get hugsað mér að eiga til frambúðar og flytja með heim.

Annars er bara allt ágætt að frétta... ég er að fara á söngleikinn Cats á morgun í Gautaborgar Operunni en þetta er afmælisgjöf frá Marie, hlakka mikið til :)

Og að heilsunni er það að frétta að lyfjakúrinn kláraðist á sunnudag, mér fannst ég svo versna aftur í gær. En í dag var ég ekki með neina verki eins og þá sem hafa verið að bögga mig sl vikur. En ég er ennþá nefmælt sem er auðvitað frekar þreytandi og svo var ég komin með í hálsinn í morgun en ég vona áð ég nái því úr mér fljótlega.