Það verður mikið að gera hjér mér næstu daga. Á morgun er ég að fara að leiðbeina 3ja annar nemum en þeir eru að fara að heyrnarmæla fyrsta alvöru sjúklinginn sinn, ég man alveg hve stressuð ég var í fyrra. En núna er ég engan vegin stressuð enda búin að vera að ræða við og mæla "sjúklinga" í allt sumar.
Eftir það tek ég lest til Köben þar sem að ég hitti mömmu og pabba á flugvellinum. Svo á laugardagsmorgun kemur fjölskyldan frá US, Chris, Carol, Lee og Jack. Ég hef ekki séð Carol og strákana síðan páskana '04 en þeir eru víst annsi breyttir.
Svo mun ég fara með þau 4 til Gautaborgar á sunnudaginn en m&p fara heim. Svo hef ég mánudag og þriðjudag til að sýna þeim "heimaborga". Þarf reynar að komast á fyrirlestur á þriðjudag en ég veit hvað ég ætla að láta þau gera á meðan. Þau fara svo með lest um kvöldmatarleitið á þriðjudag.
Og þar sem að ég er komin með íbúð þá ætlar mamma að koma með nokkur búsáhöld sem að ég á heima en hef ekki komið með hingað út... kannski aðalega vegna lítils pláss í tösku :þ
En tími til að koma sér í rúmið, langur dagur á morgun.