Jæja það gerðist eitthvað í gær.... ég var heima og svo allt í einu fann ég að var orðin betri, það var eiginlega furðulegt hvað þetta geriðst hratt. Svo var ég ágæt í skólanum í morgun en þegar leið á fyrirlesturinn var ég farin að þreytast og fá þennan skemmtilega höfuðverk. Allt skánaði þetta nú þegar ég koma heim og ég til og með fékk löngun til að elda mat og borða eitthvað gott en það hefur ekki gerst sl vikur. Þannig að ég held að ég sé að skána mjög mikið, kinnholurnar eru ennþá frekar aumar en að kemur og fer.
Svo var ég rosalega dugleg að þvo í dag sem var löngu orðin þörf. Ég held að ég þurfi að losa mig við einhvern fattnað sem ég hef ekki notað í langan tíma. Ég veit ekki hvort ég á að koma þessu heim að bara láta þetta hverfa... Mér finnst eins og ég hafi ekkert pláss í fataskápnum þó að hann sé nú frekar stór :S