26 maí 2007

Búin að skila

Ég skilaði lokaverkefninu kl 16 á fimmtudaginn... án nokkurs múkk frá leiðbeinandanum fyrr en kl 18:42 og þá þurfti hann endilega að gera "reply all" þanni að allir(ég, prófdómari, sú sem sér um kúrsinn, og gagnrýnendur) fengu að heyra kommentin hans... jeeejjj... sem sagt þetta gerði mig bara aðeins pirraðari en ég þegar var...
Ég get nú alveg viðurkennt það að þegar ég var búin að skila á fimmtudaginn þá fékk ég smá frákvarfseinkenni og þau voru enn til staðar í gær. Ég var bara eitthvað að dúlla mér... hefði svo sem alveg örugglega getað kíkt eitthvað á þessa ritgerð til að sjá hverju ég gæti breytt til að þókknast leiðbeinandanum en ég ákvað að láta hana bara alveg vera og kíkja svo kannski á ritgerðina eftir nokkra daga pásu.

Ég fór í bíó í gær á Freedom Writers. Bara hi fínasta mynd sem vekur upp ýmis konar tilfinningar, allt frá hlátir til gráturs(eða svona næstum því). Alveg þess virði að sjá hana ef maður fílar myndir sem eru byggðar á sannsögulegum atburði.

Ég fór að rölt í bænum í gær og rakst á þessa líka flottu skó, ég er ekki manneskja sem finnur skó svo auðveldlega. Ég þurfti reyndar að finna mér eitthvað til að vera í á útskriftinni en svo langt hef ég ekki komist. Ég er komin með skóna og núna er bara að finna eitthvað til að fera við skóna... kannski ekki rétt leið að finna skóna fyrst. En svona er lífið.

Það var einhver rafvirki að vesenast eitthvað hérna fyrir utan hjá mér í gær sem er svo sem í góðu lagi. Og svo seinni partinn þegar ég fór út sá ég að hann var búinn að hengja upp ljós fyrir ofan plönturnar hér fyrir ofan svona til að lýsa þær upp, sem er svo sem ekkert verra. Nema að þessar ágætu plöntur eru í eingu glæsilega ástandi... nær dauða en lífi... svo það er ekki mikið til að lýsa upp...

24 maí 2007

My life(ritgerða) story

Í dag 24. maí kl 16:00, GMT +2, á ég að skila inn lokaverkefninu í heyrnarfræði og ef allt gengur að óskum mun ég taka við titlinum Heyrnarfræðingur laugardaginn 9. júní 2007. Þegar ég byrjaði að læra hér í Gautaborg bjóst ég aldrei við að klára þetta, já svona eins og þegar ég bjóst ekki við að klára Mýró, Való og MH, eða svona hugsunin sá tími mun aldrei koma. En viti menn hann kom og núna er ég að klára BS-nám í útlöndum, eitthvað ég hafði ekki pælt í fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

Ég get ekki sagt að þessi ritgerðaskrif mín hafi gengið áfallalaust. Samband mitt við leiðbeinandann hefur verið frekar brösótt þar sem að ég náði ekki alltaf í hann. Og hvað gerir maður þega maður ekki nær í þann sem á að hjálpa manni, jú maður gerir þetta bara einn. Svo þegar fór að nálgast lokin þá fór maður svona að reyna að hafa meira samband. Svo einn daginn(þriðjudagur fyrir rúmri viku) þegar ég var að fara að skila inn einu uppkasti þá hefur leiðbeinandinn samband við kennarann og er að hafa áhyggjur að ég hafi ekki sent honum neitt... HALLÓ...tala við mig!! ekki kennarann. Ég sendi honum svo uppkastið og bíð eftir svari sem kom á mánudaginn... HALLÓ!! Fyrst kvartar hann yfir því að ég hafi ekki samband og svo er hann bara eitthvað að dúlla sér í tæpa viku að lesa 4 bls... fyrir utan að svara ekki þeim spurningum sem ég spyr hann :S Svo tala ég við hann á mánudaginn í símann og þá segir hann mér að ég sé sein... hvað er málið hvar er hann búinn að vera sl mánuði... arrgh... svo frétti ég frá kennaranum, sem á þessum tíma punkti er farinn að hjálpa mikið, að leiðbeinandinn sé að fara til USA á miðvikudagskvöld... ok... takk fyrir að segja mér þetta fyrr(ég fékk líka að vita að hann hefði verið í fríi um daginn, fínt að vita það svona eftir á) Svo kemur miðvikudagsmorgun og ég fæ e-mail um að hann sé að fara í flug þann morguninn... jahá... miðvikudagskvöld varð allt í einu að miðkikudagsmorgni... ok... what do to? Hann ætlar að lesa ritgerðina á leiðinni til USA og mun svo hafa samband, en hann er ekki farsímafær fyrr en í fyrramálið(fimmtudag) og svo kom husgun eftir samtalið "að mínum tíma eða hans tíma" því það skipti mjög miklu máli sérstaklega þar sem að ég veit ekki hvort að hann sé á austur ströndinni eða vestur eða þar á milli sem þýðir 6-9 tíma mismun.

Og núna er ég sem sagt að býða eftir að hann sendi mér eitthvað... spurning hvort að það verði fyrir kl 16 að mínum tíma eða ekki.

Þannig að ég hef ekki mikið annað að gera núna en að bíða...til kl 16:00 til að senda þetta inn.

18 maí 2007

þreytt...

Jæja þetta er alveg að verða búið... eða þannig lítur það út. Ég á að skila ritgerðinni inn á fimmtudaginn í næstu viku og svo viku seinna mun ég verja ritgerðina, eftir það hef ég viku til að laga það sem er að. Og það er ótrúlegt hvað vikurnar fljúga áfram núna, ég held að hver sekúnda styttist með tímanu...
Ég var rosalega dugleg að koma mér upp á bókasafnið í skólanum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Svo á miðvikudagseftirmiðdag kom eitt heyrnatækjafyrirtæki og var með kynningu fyrir okkur og bauð okkur svo út að borða á frekar fínan veitingastað, sem er með frægustu rækjusamlokurnar í bænum. Það var skálað í hvítvín og ekkert sparað :Þ Eftir þetta fórum við í Liseberg og kepptum í svokölluðu 5-kamp en þar keppir maður í alls konar þrautum. Mitt lið vann... jíbbý!! Marie fékkk fyrst hugmynd til að kalla liðið okkar surprice... og ég bætti -land aftan við í smá gríni sem var samþykkt. En síðan var ákveðið að við myndum kalla okkur MACKT en það var samsettning af upphafstöfunum (makt þýðir máttur). Eftir Liseberg fórum við 5 saman upp í Skybar sem er á 23 hæð í háhýsi hér í borg. Í gær var frídagur hér eins og annarsstaðar sem þýðir að bókasöfn eru ekki opin. Ég var heima að læra *hóst*... ég næ því ekki alveg hvað ég var þreytt... það mætti halda að ég hefði verið á djamminu til 4. En ég lærði nú samt alveg eitthvað... ég meina þegar maður situr á sófanum með tölvuna á hnjánum allan daginn þá hlýtur eitthvaða að gerast :þ
Ég hélt að ég ætlaði ekki að geta komið mér á fætur í morgun en að lokum tókst það og ég var komin á bókasafnið kl 9:45 og sat fyrir framan tölvuna til 15:30... með smá matarpásu... við tölvuna. Þegar ég hætti var ég gjörsamlega búin... og er það enn. Svo það verður enginn lærdómur í kvöld... bara afslöppun... ætla að reyna að læra á morgun.
Ég ætti kannski að setj inn nýjustu myndirnar...

13 maí 2007

Stokkhólmur

Ég fór til Stokkhólms á seinni part mánudags og kom aftur til Gautaborgar á miðvikudagskvöld. Ég var að skoða barnadeildina á heyrnarmiðstöðinni á spítalanum á Huddinge. Ég vissi nokkurn vegin ekki neitt hvað ég var að fara að gera þarna en það rættist mjög úr heimsókninni, ég var þarna í 2 daga og fékk að ég held heilmikið út úr þessu. Á þriðjudaginn þegar ég var búinn rölti ég um miðbæinn í Stokkhólm og gerði góða tilraun til að týnast þar sem að ég var ekki með neitt kort og vissi ekkert hvert ég var að labba, ég fann götuna sem ég var að leita að(verslunargötuna) og rölti þar um og hélt svo eitthvað áfram og beygði hér og þar og svo allt í einu þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir að ég var komin á götuna sem að ég bjó við, þvílík tilviljun. Eina málið var að ég var þar sem gatan byrjar en ég bjó á hinum endanum og þetta er frekar löng gata, ég rölti örugglega í hálftíma og allt í allt rölti ég um bæinn í 2,5 tíma.
Ég er svo búinn að vera að vinna í ritgerðinni og er búinn að fá að vita að ég á að verja ritgerðina 31. maí sem þýðir að ég þarf að vera búin að skrifa hana 24. maí... ég vona bara að það takist. 31. maí er fyrsti dagurinn sem við verjum ritgerðirnar og það þýðir að ég verð ein af þeim fyrstu... svo sem ágætt að vera búin að þessu. Ég hef þá líka lengri tíma til að laga það sem þarf mögulega að laga.
Ég var svo í grillpartýi í gær einhvers staðar sem maður getur kallað úti á landi, já þegar maður þarf að taka strætó í 30 og hluti af leiðinni er að maður sér bara tún og hesta, þá er maður komin upp í sveit hér... Ég get nú ekki sagt að ég hafi horft á mikið að Eurovision enda ekki alveg spennandi keppni. En við skemmtum okkur ágætlega í pratýinu og þetta hefði verið enn betra ef vissir hlutir hefðu ekki gerst en það er víst ekki hægt að "undo" vissa hluti.
Ég held að ég sé bara farin að hlakka til að fara heim í sumar og komast í burtu í smá stund.

06 maí 2007

það sem ekki kom fram

ég átti alveg eftir að bæta við hvernig þetta fór í gær...
Ég sem sagt beið heima hjá grannanum til kl 13, það er gott að hafa íslenska granna, svo fór ég niður í kjallara kl 13 til að bíða eftir næsta sem ætlaði að nota þvottahúsið. Svo kem ég niður og lít á hurðina og þá virðist hún ekki alveg lokið og svo sé ég bandið sem hangir á lyklakippunni fast á milli stafs og hurðar. Sem gerir það að verkum að það var ALDREI læst... hurðin náði ekki að skellast í lás eins og ég var alveg 110% viss um þar sem að hún er frekar þung, svo ég reyndi aldrei að opna...
Ég hló mikið af sjálfri mér í gær... þvílík vitleysa.
Svo núna er ég að þvo restina frá því í gær en í þetta skipti eru vasar á buxunum svo lyklarnir eru geymdir þar.

05 maí 2007

klaufi dauðans...

þetta er ekki alveg minn dagur í dag...
Ég var að þvo og það gerir maður niðri í kjallara hér í húsinu og auðvitað læsir maður íbúðinni sinni þegar maður fer niður í kjallara. Nema hvað, ég var að vesenast með þvottinn minn og ætla svo upp í íbúð aftur en nei... ég læsi lyklana inni í þvottaherberginu og það ganga ekki lyklar að hurðinni bara svona rafmagnslykill og ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera... klukkan rétt fyrir 12 og ég hef tímann til kl 13. Sem betur fer var íslenska nágrannakona mín heima en hún hafði misst af strætó svo hún var ekki farin út. Núna sit ég ein í íbúðinni hennar og bíð eftir að tíminn minn renni út og næsti aðili opni þvottaherbergið... kræst... ég er ekki einu sinni með símann á mér... ég hef stundum pælt í því hvað maður myndi gera ef maður læstist úti... og þar sem það er helgi núna þá er ekki hægt að hringja í stúdentagarðana og fá hjálp... eins gott að ég var ekki með neitt planað núna í dag... Einu sinni er allt fyrst.