17 janúar 2008

4 dagar í heimkomu

Er núna að bíða eftir Erlu frænku en lestin hennar á að koma kl 16:15 til Gautborgar. Við ætlum kannski að kíkja á handboltann í kvöld. Það væri gaman að kíkja með nokkrum svíum, þá erum við alla vegana 2 á móti hinum. Kannski að við kíkjum á einhvern sportbar hér í nágrenninu.

Annars var ég fá spennandi verkefin í vinnunni. En það vill þannig til að leikskólabörn(með heyrnarskerðingu) eru að koma í sína árlegu skoðun núna í lok jan og sú sem sér um börninn þurfti skindilega að fara í veikindaleyfi og þá var ég beðin um að taka hluta af þessu að mér. Sem að mér finnst bara ótrúlega spennandi :O Las e-mailið í lok hádegishlésins í skólanum og átti mjög erfitt með að einbeita mér það sem eftir var dags :/ Var alltaf að hugsa um þetta. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi, auðvitað er ég smá stressuð en það er bara eðlilegt. Krefjandi verkefni sem gaman verður að takast á við. Vona bara að ég fái ekki leið á krökkunum, því þá er ég í vondum málum. En ég efast nú um að það gerist.
Svo var á planinu að ég fari 2 sinnum til Akureyrar heiland dag, veit ekki hvort að þetta verkefni trufli það eitthvað.

Það verður skrítið að koma heim í 2 mánuði yfir vetrar tímann og sérstaklega þar sem að ég er ekki búin að kaupa miðan til baka. En hafið ekki áhyggjur ég fer aftur út :þ Þarf nú líka að kaupa mér miða til Stokkhólms, þarf að fara þanngað í viku. Kannski að ég fari á tónleika með Rihanna... Marie var eitthvað að tala um að hún væri að fara að halda tónleika.

Jæja klukkutími í Erlu.