23 janúar 2008

Komin heim

Erla var kom til mín á fimmtudaginn og var fram á mánudag, en þá fórum við saman heim. Við versluðum frekar mikið, aðalega var hún að versla barnaföt á litla frænda, gerðum alveg svakalega góð kaup. Á einum stað var 50% af útsöluverðinu... bara snilld.

Við kíktum líka í innfluttningspartý hjá Erik og félögum, Erla komst á séns þar með einum gaur sem nennti að tala ensku við hana. Hann fékk númerið hjá henni og hringdi tvisvar í hana með stuttu milli bili á sunnudeginum til þess að reyna að komast á kaffihús, í þriðja skiptið svaraði hún ekki. Þetta var ekki alveg að gera sig.
Við kíktum líka í Gautarborgar safnið.
Svo þurfti að þrífa og taka til í íbúðinni extra vel þar sem Jón og Sigga(foreldrar J.Hildar) ætla að vera í íbúðinni í 2 mánuði.

Ferðalagið heim gekk bara mjög vel, þrátt fyrir að þyrfa að vakna kl 5:20. Lentum kl 14:40 og foreldrar Erlu sóttu okkur út á völl. Fórum heim til þeirra á meðan foreldrar mínir voru í vinnunni. Andrea var heima hjá foreldrum sínum með litla kauða sem er reyndar nefndur Kristján eins og er. Svo ég böggaðist í honum í ca. einn og hálfan tíma til að fá hann til að vakna... gekk ekki alveg... honum var alveg sama.

Svo fór ég út að borða með vinnunni á mánudagskvöldið, en það kom dani í heimsókn að kynna heyrnartæki svo hann bauð okkur út að borða. Ég byrjaði svo að vinna í gær(þri) dagurinn var nú annars bara rólegur, fékk mína fyrstu kúnna í dag, og eitthvað meira á morgun og svo fer þetta að fara á fullt. Fæ svo fyrstu börnin til mín á föstudaginn en síðan byrjar barna-alvaran á mánudaginn :)

Þar til næst...