01 janúar 2008

Gleðilegt ár

Ég er búin að hafa það fínt hérna í fríinu heima. Búin að hitta 2 lítil börn, litla frænda og hann Jónas Breka hennar Huldi, sá í leiðinni nýju íbúðina hjá þeim Huldu og Gumma bara rosalega fínt verð ég að segja.

Var í áramótapartýi hjá Jóni og Lilju í gær, við vorum 16 manns en fjölskyldurnar eru frekar misstórar :Þ Maturinn var mjög góður en þær systurnar Lilja og Kristín voru búnar að standa í eldhúsinu allan daginn.
Við vorum klikkaði nágranninn en Beggi, mágur Lilju, var búin að redda fáránlega mikið af flugeldum. Húsið snéri alveg rétt og við vorum í ágætis logni við útidyrnar og rokið gerði það að verki að allur reykur og glóð fóru frá húsinu.

Annars hefur lífinu bara verið tekið með ró í dag. Fór til ömmu til að kveðja hana og svo til móðurbróður míns.
Pakkaði ALVEG SJÁLF á meðan foreldrarnir horfðu á Óla... á bara eftir að setja skyrtuna sem ég er í ofan í tösku :)
Svo er bara flug í fyrramálið kl 8:00... á sæti í vélinn og ætla bara í sjálfsafgreiðsluna svo ég þarf ekkert að mæta ooof snemma.

Svo er tekur við heimapróf þegar ég kem út... kvíður nett fyrir

En þar til næst... í Svíþjóð
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla