10 janúar 2008

stutt eftir

Núna er ég búin að klára kennslu/uppeldisfræði prófið sem ég var farin að kvíða verulega fyrir. Daginn eftir að ég kom sat ég á bókasafninu frá 8:30 til 16:30 og var frekar búin á því. Lenti í smá veseni daginn eftir þar sem að ég fór eftir leiðbeiningunum en það átti maður víst ekki að gera, sem gerði það að verkum að ég fékk ekki næsta hluta fyrr en ég var farin að athugamálið því seinkunin var orðin of mikil. Sat svo fyrir öðrum hlutanum allan laugardaginn og á mánudagskvöldið var umræðutími þar sem við áttum að gagnrýna verkefnið hjá örðum munnlega og verja sitt eigið. Það var mikill léttir að fá að vita að ég hafði náð, bara smá smotterí sem ég þurfti að laga, og þá er ég að tala um bara útlitslega séð. En það stóð hvergi að þetta færi svona formlegt og að við ættum að vera með heimildalista og læti. Ég var bara að svara prófspurningu.

Byrjaði svo fyrir alvöru á Tölfræði heimaprófinu í gær og komst frekar langt með það. Í dag gerði ég svo aukaverkefnið sem ég átti eftir að gera í kennslu/uppeldisfræðinni þar sem að ég mætti ekki í fyrsta umræðutímann(skyldumæting). Þetta er búið að sitja á hakanum alla önnina. En ég kláraði þetta og sendi þetta inn. Ég komst að því á mánudaginn að ég hef verið skráð í vitlaust nemendafélag alla önnina. En málið er hér að maður fær ekki einingarnar sínar ef maður borgar ekki í nemendafélag. Ég spurði svo kennarann hvort þetta væri ekki í lagi en hann sendi mailið áfram og þá kom svar um að ég ætti að skipta um nemendafélag. Ég talaði svo við nemendafélagið sem ég er í og þá var þetta eitthvað vesen fyrir utan að önnin er næstum því búið og ætti ekki að skipta neinu máli. Svo ég sendi á þessa manneskju aftur og tók þessari reiði minni bara þegjadi og hljóðalaus og kom með svar sem var svipað og "já ok" svo við sjáum til hvort að ég fæ einingarnar. Svíar og þessar hlev. reglur.

En annars þá fór ég á skauta með Lottie á þriðjudaginn, maður verður að gera eitthvað skemmtilegt inn á milli. Vorum á skautum í 2 tíma og skemmtum okkur mjög vel og erum búnar að ákveða að fara aftur á mánudag eða þriðjudag.
Um kvöldið fór ég svo í bíó með Öllu og Eret vinkonu hennar á Goodluck Chuck. Fín mynd en svolítið of pínleg á köflum en ekki yfir strikið.

Annars setti ég inn nýjar myndir í gær(minnir mig) smá yfirlit yfir des '07 og jan '08
Svo er ég búin að kaupa flugmiða heim 21.jan fer aftur eftir páska. Og Erla frænka er búin að kaupa flug til mín 17. til 21. jan. Svo ég fæ bæði heimsókn og ferðafélaga heim... getur ekki verið betra :)

Þetta er orðið ágætt í bili