13 janúar 2008

8 dagar í heimkomu...

Kíkti aðeins á djammið í gær, en hef ekki gert það af alvöru í frekar langan tíma, já eða mér finnst það.
Við fórum nokkrar saman og skemmtum okkur ágætlega þó að ég hefði valið einhvern annan stað. Á endanum voru ég og Lottie bara einar eftir en hún hafði fundið sér einhvern gaur. Á meðan ég leifði henni að daðra við gaurinn á barnum kom einn gaur til mín og við vorum bara mesta að spjalla en hann virtist verða hálf fúll þegar ég vildi ekki að hann kæmi með mér heim.
En það er alveg ótrúlegt hvað gaurar eru uppteknir af því hvaðan maður er. Ég veit ekki hvort þetta sé bara almennt hjá svíum þar sem langið er stórt og margir eru aldri upp í minni bæum en flytja svo í stærri bæina. En ég er alla vegana orðin nett þreytt á þessu, kannski aðalega vegna viðbragðanna. Það er greinilega svo hrikalega merkilegt að maður sé frá Íslandi og að maður tali ágæta sænsku eftir að hafa búið hér í meira 3 ár. Stelpurnar voru að segja mér að vera ekkert að segja of mikið, bara segja "já ég bý í Gautaborg" reyndi þetta í gær en það gekk illa, forvitnin varð bara enn meiri.

Ekki get ég ímyndað mér fólk á djamminu í Rvk "hvaðan ertu?" "Ertu úr Reykjavík?" Vá hvað ég hlakka til að verða "eins og allir hinir". Reyndar finnst mér strákar á íslandi ekki eins opnir á djamminu og svíarnir.

Stundum langar mig bara að hætta þessu rugli hérna og flytja heim. Verst að þá þarf maður að finna sér íbúð en kjörin eru ekki þau bestu núna.